1863
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1863 (MDCCCLXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Forngripasafnið, safn íslenskra forngripa sem síðar varð að Þjóðminjasafni Íslands, var stofnað.
Fædd
- 1. júlí - Theódóra Thoroddsen, íslenskur rithöfundur (d. 1954)
Dáin
- 13. nóvember - Þuríður Einarsdóttir, oft nefnd Þuríður formaður, íslensk sjókona (f. 1777)
Erlendis
breyta- 1. janúar - Abraham Lincoln skrifaði undir yfirlýsingu um afnám þrælahalds í Bandaríkjunum.
- 10. janúar - Neðanjarðarlestakerfi Lundúnaborgar hóf starfsemi, frá Paddington til Farringdon Street.
- 17. febrúar - Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmánans var stofnað.
- 23. maí - Jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður í Þýskalandi.
- 7. júní - Innrás Frakka í Mexíkó: Franskir hermenn komu til Mexíkóborgar.
- 20. júní - Vestur-Virginía varð 35. fylki Bandaríkjanna.
- 1. júlí - Þrælahald var afnumið í hollensku nýlendunum Súrínam og Curaçao.
- 1-3. júlí - Orrustan við Gettysburg: Stærsta orrustan í bandaríska borgarastríðinu átti sér stað. Yfir 50.000 létust.
- 13. - 16. júlí - New York Draft Riots: Uppþot urðu í New York-borg sem voru viðbrögð verkamanna við nýjum lögum um herkvaðningu í borgarastríðinu.
- 18. nóvember - Kristján 9. skrifaði undir nýja stjórnarskrá þar sem Slésvík var talin hluti af Danmörku. Þýsku ríkin litu á þetta sem brott á samkomulagi frá 1852. Leiddi þetta til stríðs landanna árið eftir: Síðara Slésvíkurstríðið.
- Enska knattspyrnusambandið var stofnað.
- Heineken ölframleiðandi var stofnað.
- Knattspyrnuliðin Stoke City og Royal Engineers A.F.C. voru stofnuð á Englandi.
- Kirkjan Campania í Santíagó, Chile, fuðraði upp í eldi. 2000 manns brunnu inni.
- Nytjastefnan, rit um siðfræði eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill kom út.
Fædd
- 1. janúar - Pierre de Coubertin, franskur stofnandi Ólympíuleikanna (d. 1937).
Dáin