[go: up one dir, main page]

Nytjastefnan (e. Utilitarianism) er rit um siðfræði eftir breska heimspekinginn John Stuart Mill. Það er eitt af áhrifamestu og víðlesnustu ritum um nytjastefnu. Ritið birtist fyrst sem þrjár ritgerðir í tímaritinu Fraser's Magazine árið 1861. Tveimur árum síðar var ritgerðunum safnað saman og þær gefnar út sem bók. Bókin var endurútgefin þremur sinnum um ævi Mills með lítilsháttar breytingum. Í bókinni skilgreinir hann nytjastefnuna og gefur henni stakt orð sem hún hafði eiginlega ekki haft á ensku áður. Aðeins hafði verið talað um "mestu farsældar grunnregluna". Hann fer yfir þá hvort og með hvaða máta færa megi sönnur fyrir henni og svarar því þá helst með sálfræðilegri kvalarfráhverfð. Ennfremur svarar hann ýmsum mótbárum, einkum trúarlegum sem settar voru gegn stefnunni svo sem að stefna hans sé guðlaus, að hún sé ekki skýrt fyrirgreind í biblíunni og þeirri tómhyggjulegu mótbáru að "lífið hafi engan æðri tilgang en að láta sér líða vel."

Mill styðst við nytjastefnu í fleiri ritum sínum, svo sem Frelsinu og Um kúgun kvenna, en Nytjastefnan er engu að síður meginrit Mills um nytjastefnuna og siðfræði almennt.