5. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
5. ágúst er 217. dagur ársins (218. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 148 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1100 - Hinrik 1. varð konungur Englands.
- 1305 - Englendingar tóku skosku frelsishetjuna William Wallace höndum.
- 1391 - Gyðingaofsóknir áttu sér stað í spænsku borgunum Tóledó og Barselóna.
- 1498 - Barthólómeus Kólumbus, bróðir Kristófers Kólumbusar, stofnaði Santo Domingo (nú í Dóminíska lýðveldinu) og er borgin elsta varanlega aðsetur Evrópubúa í Vesturheimi.
- 1600 - Jarlinn af Gowrie og bróðir hans reyndu að ræna Jakob 6. Skotakonungi (síðar Jakob 1. Bretakonungi). Það mistókst og bræðurnir voru drepnir.
- 1619 - Þrjátíu ára stríðið: Keisaraherinn beið ósigur fyrir bæheimskum uppreisnarmönnum í orrustunni við Wisternitz.
- 1620 - Skipin Mayflower og Speedwell héldu saman úr höfn í Plymouth í Englandi og stefndu til Nýja heimsins en Speedwell þurfti að snúa aftur vegna leka.
- 1666 - Annað stríð Englands og Hollands: Orrustan við Ordforness þar sem England fór með sigur af hólmi.
- 1848 - Fyrsti Þingvallafundurinn fór fram.
- 1858 - Fyrsta símskeytið milli Evrópu og Norður-Ameríku er sent.
- 1874 - Þjóðhátíð hófst á Þingvöllum í tilefni af 1000 ára Íslandsbyggð og stóð í fjóra daga.
- 1914 - Heimsins fyrsta umferðarljós var sett upp í Cleveland, Ohio.
- 1914 - Orrustan við Liège hófst þegar Þjóðverjar réðust inn í Belgíu.
- 1919 - Fyrsti knattspyrnuleikur gegn erlendu knattspyrnuliði var leikinn í Reykjavík. Úrval úr Val og Víkingi lék gegn danska liðinu Akademisk Boldklub, sem sigraði 7:0.
- 1943 - Sjö manna áhöfn þýskrar flugvélar komst lífs af er vél þeirra var skotin niður úti fyrir Norðurlandi. Bandarísk flugvél skaut hana niður.
- 1949 - Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað í bragga við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur.
- 1956 - Hraundrangi í Öxnadal, sem fram að þessu hafði verið talinn ókleifur, var klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni.
- 1960 - Búrkína Fasó fékk sjálfstæði frá Frökkum.
- 1967 - Fyrsta breiðskífa Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, kom út í Bretlandi.
- 1971 - Suður-Kyrrahafsráðið var myndað.
- 1972 - Kommúnistaflokkur Íslands (m-l) var stofnaður.
- 1973 - Þrír létust og yfir 50 særðust þegar skæruliðasamtökin Svarti september hófu skothríð á flugvellinum í Aþenu.
- 1974 - Síðasta dag þjóðhátíðar í Reykjavík var kyntur langeldur á Arnarhóli. Kveikt var í með blysi sem hlaupið var með frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Þaðan var lagt af stað 1. ágúst.
- 1979 - Skæruliðasamtökin Polisario gerðu friðarsamkomulag við her Máritaníu sem fór eftir það frá Vestur-Sahara.
- 1981 - Ronald Reagan sagði upp 11.359 flugumferðarstjórum sem voru í verkfalli.
- 1985 - Kertum var fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um 40 ár frá því að kjarnorkusprengju var varpað var á Hiroshima í Japan 6. ágúst 1945. Síðan hefur þetta verið gert árlega.
- 1988 - Leiðtogi sjíamúslima í Pakistan, Arif Hussain Hussaini, var skotinn til bana í Peshawar.
- 1989 - Jaime Paz Zamora varð forseti Bólivíu.
- 1993 - Sagt var frá fundi Tel Dan-töflunnar sem var fyrsta efnislega vísbendingin um ætt Davíðs.
- 1998 - Bandaríska kvikmyndin Halloween H20: 20 Years Later var frumsýnd.
- 2004 - Engisprettufaraldur gekk yfir Kenýa þar sem stór hluti uppskeru ársins eyðilagðist.
- 2010 - Hrun í San José-námunni í Atacma-eyðimörkinni í norðanverðu Chile varð til þess að 33 námaverkamenn lokuðust inni.
- 2011 - NASA tilkynnti að teknar hefðu verið myndir sem bentu til þess að vatn sé til í fljótandi formi á plánetunni Mars.
- 2011 - Fyrsta sólarorkuknúna geimfarinu var skotið á loft frá Canaveral-höfða í átt til Júpíters.
- 2011 - Yfir 300 mómælendur voru skotnir til bana af Sýrlandsher í Hama.
- 2011 - Yingluck Shinawatra varð fyrst kvenna forsætisráðherra Taílands.
- 2015 - Brak úr Malaysian Airlines flugi 370 fannst við eyjuna Réunion.
- 2016 - Ólympíuleikar voru haldnir í Rio de Janeiro, Brasilíu.
- 2016 - Marta Lovísa Noregsprinsessa og Ari Behn tilkynntu að þau hygðust skilja.
- 2017 - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu.
Fædd
breyta- 1397 - Guillaume Dufay, flæmskt tónskáld (d. 1474).
- 1737 - Johann Friedrich Struensee, þýskur læknir (d. 1772).
- 1802 - Niels Henrik Abel, norskur stærðfræðingur (d. 1829).
- 1813 - Ivar Aasen, norskur málfræðingur (d. 1896).
- 1850 - Guy de Maupassant, franskur rithöfundur (d. 1893).
- 1892 - Eiríkur Kristófersson, skipherra Landhelgisgæslunnar (d. 1994).
- 1895 - Guðmundur frá Miðdal, íslenskur listamaður (d. 1963).
- 1906 - Wassily Leontief, bandarískur hagfræðingur (d. 1999).
- 1908 - Harold Holt, ástralskur stjórnmálamaður (d. 1967).
- 1930 - Neil Armstrong, bandarískur geimfari (d. 2012).
- 1947 - Rósa Ingólfsdóttir, íslensk leikkona (d. 2020).
- 1955 - John Whitaker, breskur hestamaður.
- 1958 - Óðinn Jónsson, íslenskur fréttamaður.
- 1968 - Marine Le Pen, franskur stjórnmálamaður.
- 1968 - Mustafa Ahmed al-Hawsawi, sádiarabískur hryðjuverkamaður.
- 1968 - Colin McRae, skoskur rallýökumaður (d. 2007).
- 1973 - Björn Ingi Hrafnsson, íslenskur fjölmiðlamaður.
- 1974 - Alvin Ceccoli, ástralskur knattspyrnumaður.
- 1977 - Sverrir Þór Sverrisson, íslenskur leikari.
- 1986 - Loðvík prins af Lúxemborg.
- 1987 - Ólafur Björn Loftsson, íslenskur kylfingur.
- 1993 - Sverrir Ingi Ingason, islenskur knattspyrnuleikari.
Dáin
breyta- 1638 - Peter Minuit, landstjóri Nýja-Hollands.
- 1675 - Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti (f. 1605).
- 1741 - Oddur Sigurðsson lögmaður (f. 1681).
- 1792 - Frederick North, breskur stjórnmálamaður (f. 1732).
- 1895 - Friedrich Engels, þýskur stjórnmálaheimspekingur (f. 1820).
- 1940 - Frederick Cook, bandarískur landkönnuður (f. 1865).
- 1946 - Wilhelm Marx, þýskur stjórnmálamaður (f. 1863).
- 1962 - Marilyn Monroe, bandarísk leikkona (f. 1926).
- 1984 - Richard Burton, velskur leikari (f. 1925).
- 2000 - Alec Guinness, enskur leikari (f. 1914).
- 2019 - Toni Morrison, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1931).