25. ágúst
dagsetning
Júl – Ágúst – Sep | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
2024 Allir dagar |
25. ágúst er 237. dagur ársins (238. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 128 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 608 - Bonifasíus 4. varð páfi.
- 1471 - Sixtus 6. var kjörinn páfi.
- 1533 - Karli 5. keisara var afhent Ágsborgarjátningin.
- 1609 - Galileo Galilei sýndi nokkrum feneyskum kaupmönnum stjörnukíki sem hann notaði til að skoða tungl Júpíters og afsanna þannig jarðmiðjukenninguna.
- 1685 - Blóðugu réttarhöldin áttu sér stað í Bretlandi þar sem þúsund fylgjendur Monmouths voru dæmdir til dauða eða útlegðar.
- 1699 - Friðrik 4. varð konungur Danmerkur.
- 1718 - Borgin New Orleans stofnuð í Louisiana.
- 1768 - James Cook lagði upp í sína fyrstu ferð til Kyrrahafsins.
- 1825 - Úrúgvæ lýsti yfir sjálfstæði frá Brasilíu.
- 1895 - Stofnað var Hið skagfirska kvenfélag, sem enn starfar en heitir nú Kvenfélag Sauðárkróks.
- 1902 - Sighvatur Árnason, sem orðið hefur elstur allra sitjandi þingmanna, lét af þingmennsku og var þá 78 ára gamall.
- 1912 - Þjóðernisflokkur Kína, Kuomintang, var stofnaður.
- 1939 - Bretar og Frakkar gerðu bandalagssamning við Pólland.
- 1944 - Síðari heimsstyrjöldin: bandamenn frelsuðu París.
- 1960 - Sumarólympíuleikar voru settir í Róm.
- 1970 - Laxárdeilan: Stífla var sprengd í Miðkvísl í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í mótmælaskyni við stækkun Laxárvirkjunar.
- 1976 - Félag kartöflubænda á Suðurlandi var stofnað á Íslandi.
- 1976 - Jacques Chirac sagði af sér embætti forsætisráðherra Frakklands.
- 1980 - Microsoft kynnti sína útgáfu af Unix, Xenix.
- 1985 - 6500 konur tóku þátt þegar kvennahlaupið Tjejmilen var haldið í annað sinn í Stokkhólmi.
- 1989 - Voyager 2 flaug framhjá Neptúnusi.
- 1991 - Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1991 - Linus Torvalds setti Linuxkjarnann inn á fréttahópinn comp.os.minix og bað um aðstoð við þróun hans.
- 1997 - Síðasti leiðtogi Austur-Þýskalands, Egon Krenz, var dæmdur í 6 og hálfs árs fangelsi vegna morða á fólki sem reyndi að komast yfir Berlínarmúrinn á tímum Kalda stríðsins.
- 2001 - Bandaríska söngkonan Aaliyah og átta aðrir létust þegar yfirhlaðin flugvél þeirra hrapaði skömmu eftir flugtak frá Bahamaeyjum.
- 2001 - Hákon krónprins Noregs gekk að eiga Mette-Marit Tjessem Høiby í Oslóardómkirkju.
- 2003 - Spitzer-geimsjónaukanum var skotið á loft.
- 2003 - 50 létust þegar tvær bílasprengjur sprungu í Mumbai á Indlandi.
- 2007 - Valur vígði Vodafonehöllina. Þetta var mikil hátíð komu skrúðgöngur frá hverfisskólunum Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla og Háteigsskóla.
- 2011 - Steve Jobs sagði af sér sem forstjóri Apple.
- 2012 - Sprenging varð í Amuay-olíuhreinsistöðinni í Venesúela með þeim afleiðingum að 55 fórust.
- 2017 - Fellibylurinn Harvey olli miklu tjóni í Houston í Texas.
Fædd
breyta- 1530 - Ívan 4. Rússakeisari (d. 1584).
- 1691 - Alessandro Galilei, ítalskur arkitekt (d. 1736).
- 1785 - Adam Wilhelm Moltke, fyrsti forsætisráðherra Danmerkur (d. 1864).
- 1786 - Loðvík 1., konungur Bæjaralands (d. 1868).
- 1845 - Loðvík 2., konungur Bæjaralands (d. 1886).
- 1871 - Nils Edén, sænskur stjórnmálamaður (d. 1945).
- 1900 - Sir Hans Adolf Krebs, breskur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1981).
- 1911 - Võ Nguyên Giáp, víetnamskur hershöfðingi (d. 2013).
- 1912 - Erich Honecker, þýskur stjórnmálamaður (d. 1994).
- 1919 - George Wallace, bandarískur stjórnmálamaður (d. 1998).
- 1924 - Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs (d. 1984).
- 1930 - Sean Connery, skoskur leikari.
- 1932 - Tomohiko Ikoma, japanskur knattspyrnumaður (d. 2009).
- 1934 - Zilda Arns, brasilískur læknir (d. 2010).
- 1944 - Geirlaugur Magnússon, íslenskt ljóðskáld (d. 2005).
- 1948 - Tony Ramos, brasilískur leikari og sjónvarpsmaður.
- 1949 - Martin Amis, enskur rithöfundur.
- 1949 - Gene Simmons, bandarískur bassaleikari.
- 1950 - Óskar Guðmundsson, íslenskur rithöfundur.
- 1953 - Maurizio Malvestiti, ítalskur biskup.
- 1954 - Þórunn Valdimarsdóttir, íslenskur rithöfundur.
- 1956 - Stig Strand, sænskur skíðamaður.
- 1956 - Takeshi Okada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1958 - Tim Burton, bandarískur leikstjóri.
- 1960 - Jonas Gahr Støre, norskur stjórnmálamaður.
- 1961 - Yutaka Ikeuchi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1963 - Ævar Örn Jósepsson, íslenskur rithöfundur.
- 1970 - Claudia Schiffer, þýsk fyrirsæta.
- 1971 - Felix da Housecat, bandarískur plötusnúður.
- 1973 - Ryuji Michiki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Tinna Hrafnsdóttir, íslensk leikkona.
- 1977 - Jonathan Togo, bandarískur leikari.
- 1985 - Masahiko Inoha, japanskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Igor Burzanović, svartfellskur knattspyrnumaður.
- 1987 - Amy MacDonald, skosk söngkona.
- 1987 - Blake Lively, bandarísk leikkona.
Dáin
breyta- 79- Pliníus eldri, rómverskur rithöfundur (f. 23).
- 1270 - Loðvík 9., Frakkakonungur (f. 1215).
- 1482 - Margrét af Anjou, Englandsdrottning, kona Hinriks 6. (f. 1429).
- 1636 - Bhai Gurdas, upprunalegur skrifari Guru Granth Sahib (f. 1551).
- 1665 - Torfi Erlendsson, sýslumaður í Gullbringusýslu (f. 1598).
- 1688 - Henry Morgan, velskur fríbýttari (f. 1635).
- 1699 - Kristján 5. Danakonungur (f. 1646).
- 1776 - David Hume, skoskur heimspekingur (f. 1711).
- 1822 - William Herschel, enskur stjörnufræðingur af þýskum ættum, sem uppgötvaði Úranus (f. 1738).
- 1841 - Bjarni Thorarensen, íslenskur amtmaður (f. 1786).
- 1867 - Michael Faraday, enskur vísindamaður (f. 1791).
- 1880 - Þórður Jónassen, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1800).
- 1900 - Friedrich Nietzsche, þýskur heimspekingur (f. 1844).
- 1908 - Henri Becquerel, franskur eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1852).
- 1942 - Georg prins, hertogi af Kent, bróðir Georgs 6. Bretakonungs, fórst í flugslysi (f. 1902).
- 1967 - George Lincoln Rockwell, stofnandi bandaríska nasistaflokksins (myrtur) (f. 1918).
- 1984 - Truman Capote, bandarískur rithöfundur (f. 1924).
- 1991 - Hvíta-Rússland lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.
- 1991 - Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu: Júgóslavneski alþýðuherinn réðist á króatíska þorpið Vukovar.
- 2000 - Carl Barks, bandarískur myndasöguhöfundur (f. 1901).
- 2007 - Björn Th. Björnsson, íslenskur listfræðingur og rithöfundur (f. 1922).
- 2009 - Edward Kennedy, bandarískur öldungadeildarþingmaður (f. 1932).
- 2012 - Neil Armstrong, bandarískur geimfari (f. 1930).
- 2018 - John McCain, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1936).