Þriðjudagur
vikudagur
Þriðjudagur er 3. dagur vikunnar og nafnið dregið af því. Dagurinn er á eftir mánudegi og á undan miðvikudegi.
Fram á 12. öld, að því er talið er, hét dagurinn Týsdagur í höfuðið á goðinu Tý og er enn nefndur eftir honum í öðrum germönskum málum (d. Tirsdag, nn. Tysdag, e. Tuesday, þ. Dienstag).
Sömuleiðis í rómönsku málunum heitir dagurinn eftir stríðsguðinum Mars (spænska: martes, ítalska: martedì).
Í slavnesku málunum heitir dagurinn annar dagur (rússneska; vtornik, króatíska; utorak, pólska; wtorek), öfugt við íslensku þar sem vikan er talin byrja með sunnudegi að viðbættri endingu sem býr til nafnorð úr lýsingarorðum eða öðrum orðum; -utor (annar) og -ak / -ek.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Þriðjudagur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist þriðjudegi.