27. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
27. nóvember er 331. dagur ársins (332. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 34 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 399 - Anastasíus varð páfi.
- 1440 - Karl hertogi af Orléans, nýkominn heim eftir að hafa verið gísl í Englandi í tæpan aldarfjórðung, giftist þriðju konu sinni, Maríu af Cleves.
- 1450 - Langaréttarbót var gerð í Kaupmannahöfn af Kristjáni konungi 1. Tilgangur hennar var að koma á friði og lögum á Íslandi og þar er bann lagt við ribbaldaskap, ránsferðum og gripdeildum, fjölmennum yfirreiðum valdsmanna og fleiru slíku og mönnum bannað að halda „manndrápara, biskupsdrápara, prestadrápara, kirknabrjóta og kirknaþjófa".
- 1804 - Frederik Christopher Trampe greifi varð amtmaður í Vesturamti.
- 1857 - Tvö skip fórust með allri áhöfn og farþegum. Annað þeirra var póstskipið Sölöven, sem fórst undan Svörtuloftum og hitt var Drei Annas, sem fórst undan Mýrum. Meðal farþega voru þekktir borgarar í Reykjavík.
- 1903 - Selvík á Skaga varð löggiltur verslunarstaður.
- 1927 - Ferðafélag Íslands var stofnað.
- 1950 - Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð í kjölfar Geysisslyssins.
- 1956 - Vilhjálmur Einarsson, 22 ára, setti Íslandsmet og Norðurlandamet í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu er hann stökk 16,25 metra. Jafnframt var þetta Ólympíumet í nokkrar mínútur, en endaði með silfurverðlaunum.
- 1974 - Hryðjuverkalög tóku gildi í Bretlandi í kjölfar sprengjutilræðanna í Birmingham.
- 1978 - Verkamannaflokkur Kúrda (PKK) var stofnaður í Tyrklandi.
- 1982 - Yasuhiro Nakasone varð forsætisráðherra Japans.
- 1983 - Júmbóþota hrapaði við Madrid á Spáni með þeim afleiðingum að 181 létust.
- 1997 - Umhverfisrannsóknarverkefni NASA, Tropical Rainfall Measuring Mission, var hleypt af stokkunum.
- 1998 - Sjötta kynslóð tölvuleikjavéla hófst með útgáfu Dreamcast frá Sega.
- 1999 - Helen Clark varð forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
- 2001 - Lofthjúpur úr vetni var uppgötvaður með Hubble-geimsjónaukanum á plánetunni Ósíris.
- 2000 - Lengstu veggöng heims, Lærdalsgöngin í Noregi, 25,5 km að lengd, voru opnuð.
- 2001 - Anders Fogh Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 2005 - Fyrsta andlitságræðslan var framkvæmd í Amiens í Frakklandi.
- 2009 - 22 létust og 54 særðust í hryðjuverkaárás á hraðlest milli Moskvu og Sankti Pétursborgar.
- 2010 - Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram á Íslandi.
- 2018 - Úkraínudeilan: Úkraína lýsti yfir gildistöku herlaga eftir að rússneska strandgæslan hertók þrjú skip úkraínska flotans sem höfðu reynt að sigla inn í Asovshaf um Kertssund.
- 2020 - Helsti kjarnorkusérfræðingur Írans, Mohsen Fakhrizadeh, var myrtur í nágrenni Teheran.
- 2022 – Gos hófst í Mauna Loa á Havaí.
Fædd
breyta- 1380 - Ferdínand 1., konungur Aragóníu (d. 1416).
- 1701 - Anders Celsius, sænskur vísindamaður (d. 1742).
- 1853 - Guðrún Björnsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1936).
- 1870 - Juho Kusti Paasikivi, sjöundi forseti Finnlands (d. 1956).
- 1908 - Tameo Ide, japanskur knattspyrnumaður (d. 1998).
- 1918 - Yasuhiro Nakasone, japanskur stjórnmálamaður (d. 2019).
- 1921 - Alexander Dubček, slóvakískur stjórnmálamaður (f. 1992).
- 1932 - Elsa G. Vilmundardóttir, íslenskur jarðfræðingur (d. 2008).
- 1939 - Laurent-Désiré Kabila, austurkongóskur stjórnmálamaður (d. 2001).
- 1940 - Bruce Lee, kínversk-bandarískur leikari og bardagalistamaður (d. 1973).
- 1942 - Jimi Hendrix, bandarískur tónlistarmaður (d. 1970).
- 1951 - Kathryn Bigelow, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1957 - Edda Heiðrún Backman, íslensk leikkona (d. 2016).
- 1960 - Júlía Tymosjenko, úkraínskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Hernán Gaviria, kólumbískur knattspyrnumaður (d. 2002).
- 1970 - María Reyndal, íslensk leikkona og leikstjóri.
- 1976 - Jaleel White, bandarískur leikari.
- 1978 - The Streets, breskur rappari.
- 1982 - Tatsuya Tanaka, japanskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Sanna Nielsen, sænsk söngkona.
- 1985 - Klara Ósk Elíasdóttir, íslensk söngkona.
Dáin
breyta- 8 f.Kr. - Hóratíus, rómverskt skáld (f. 65 f.Kr.).
- 1474 - Guillaume Dufay, franskt tónskáld (f. 1397).
- 1680 - Athanasius Kircher, þýskur vísindamaður (f. 1601).
- 1700 - Innósentíus 12. páfi (f. 1615).
- 1852 - Ada Lovelace, „fyrsti forritarinn“ (f. 1815).
- 1857 - Ditlev Thomsen, danskur kaupmaður
- 1895 - Sölvi Helgason, íslenskur listamaður og flakkari (f. 1820).
- 1896 - Grímur Thomsen skáld á Bessastöðum, 76 ára.
- 1923 - Tage Reedtz-Thott, danskur forsætisráðherra (f. 1839).
- 1929 - Eiríkur Briem, íslenskur prestur (f. 1846).
- 1936 - Basil Zaharoff, grískur athafnamaður (f. 1849).
- 1937 - Felix Hamrin, sænskur stjórnmálamaður (f. 1875).
- 1981 - Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri og skáld, f. 1873.
- 1991 - Vilém Flusser, tékkneskur heimspekingur (f. 1920).
- 2011 - Gary Speed, velskur knattspyrnumaður (f. 1969)