13. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
13. mars er 72. dagur ársins (73. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 293 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 222 - Alexander Severus varð Rómarkeisari.
- 1610 - Galileo Galilei gaf út niðurstöður fyrstu athugana sinna með sjónauka í ritinu Sidereus Nuncius.
- 1639 - Háskólinn New College á Nýja Englandi var nefndur Harvard College í höfuðið á velgjörðarmanni skólans John Harvard.
- 1643 - Enska borgarastyrjöldin: Fyrsta orrustan um Middlewich.
- 1781 - Stjörnufræðingurinn William Herschel uppgötvar reikistjörnuna Úranus.
- 1881 - Alexander 2. Rússakeisari var myrtur með sprengju í nágrenni hallar sinnar. (Þetta gerðist 1. mars í júlíska tímatalinu, sem þá var í notkun í Rússlandi.)
- 1883 - Skeiðarárhlaup hófst. Hlaupið var eitt hið mesta sem komið hafði í ána, en fór eingöngu yfir eyðisanda og olli því ekki skemmdum.
- 1897 - Einar Benediktsson skrifaði grein í blaðið Dagskrá og lagði þar til að fáni Íslands yrði „hvítur kross í bláum feldi“
- 1937 - Fyrsta Skíðamót Íslands var haldið á Hellisheiði. Skagfirðingar urðu sigursælir.
- 1939 - Færeyska varð kirkjumál í Færeyjum.
- 1940 - Vetrarstríðinu milli Finna og Sovétmanna lýkur.
- 1947 - Fjórir létust í flugslysi á Hvammsfirði þegar Grumman-flugbátur hrapaði þegar hann var að hefja sig til flugs.[1]
- 1961 - Landslið Íslands í handknattleik varð í 6. sæti á heimsmeistaramóti.
- 1964 - Sextíu þjóðþekktir einstaklingar sendu frá sér áskorun til íslenskra stjórnvalda um að takmarka sjónvarpsútsendingar Kanasjónvarpsins.
- 1971 - Hljómsveitin Trúbrot frumflutti lögin af hljómplötunni Lifun í Háskólabíói í Reykjavík.
- 1974 - Græna byltingin var kynnt í Reykjavík. Samkvæmt þeim hugmyndum skyldi skipuleggja öll opin svæði og gera göngustíga og hjólreiðabrautir.
- 1976 - Herstöðvaandstæðingar loka Keflavíkurflugvelli til að mótmæla hersetunni, aðild að Nató og framgöngu Breta í þorskastríðunum.
- 1977 - Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi innanhúss með 20,59 metra löngu kasti.
- 1979 - Maurice Bishop framdi valdarán í Grenada.
- 1981 - Kvikmyndin Punktur punktur komma strik var frumsýnd.
- 1982 - Bikarúrslitaleikur Tottenham og Liverpool var sýndur í beinni útsendingu á Íslandi. Þetta var fyrsta beina útsending frá erlendum íþróttaviðburði á Íslandi.
- 1983 - Samtök um Kvennalista voru stofnuð.
- 1984 - Grænlandssáttmálinn um útgöngu Grænlands úr Evrópubandalaginu var undirritaður.
- 1987 - 12 verkamenn létust þegar kviknaði í tankskipinu Elisabetta Montanari í Ravenna á Ítalíu.
- 1988 - Seikangöngin milli Hokkaídó og Honsjú voru opnuð fyrir lestarumferð.
- 1989 - Tim Berners-Lee bjó til skjal þar sem lögð voru drög að Veraldarvefnum.
- 1990 - Æðstaráð Sovétríkjanna samþykkti nýja stjórnarskrá sem skapaði forsetaræði að bandarískri fyrirmynd. Mikhaíl Gorbatsjev var kjörinn fyrsti forseti Sovétríkjanna tveimur dögum síðar.
- 1991 - Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti að olíufyrirtækið Exxon hefði samþykkt að greiða 1 milljarð dala fyrir hreinsun vegna olíulekans úr skipinu Exxon Valdez í Alaska.
- 1992 - Hundruð létu lífið þegar Erzincan-jarðskjálftinn reið yfir austurhluta Tyrklands.
- 1996 - Thomas Hamilton ruddist inn í leikfimisal grunnskólans í Dunblane í Skotlandi og skaut á allt kvikt og myrti sextán börn á aldrinum fimm til sex ára, auk þess sem hann skaut kennara þeirra til bana og særði tólf önnur börn. Hann beindi síðan byssu að sjálfum sér og svipti sig lífi.
- 1997 - Indversku kærleiksboðberarnir völdu systur Nirmala sem eftirmann móður Teresu.
- 1998 - Rannsóknarhópurinn High-Z Supernova Search Team gaf fyrstur út þá niðurstöðu að alheimurinn þendist út á síauknum hraða.
- 2000 - Bandaríkjadalur varð opinber gjaldmiðill í Ekvador.
- 2000 - José María Aznar sigraði þingkosningar á Spáni.
- 2007 - Danski athafnamaðurinn Klaus Riskær Pedersen var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik í tengslum við sölu fyrirtækisins CyberCity.
- 2008 - Hannes Hólmsteinn Gissurarson var í hæstarétti dæmdur til að greiða Auði Laxness eina og hálfa milljón í skaðabætur vegna ritstuldar í ævisögu Laxness.
- 2012 - Tilkynnt var að prentútgáfu alfræðiritsins Encyclopædia Britannica yrði hætt.
- 2013 - Jorge Mario Bergoglio var kjörinn páfi og tók sér nafnið Frans.
- 2014 - 301 námuverkamaður fórst í sprengingu í námu í Soma, Tyrklandi.
- 2015 - Sádíhneykslið: Vopnaframleiðslusamstarfi Svía og Sádí-Araba lauk formlega.
- 2020 – Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti víðtækt samkomubann vegna COVID-19 sem tók gildi 16. mars.
Fædd
breyta- 1372 - Loðvík af Valois, hertogi af Orléans, sonur Karls 5. Frakkakonungs (d. 1407).
- 1593 - Georges de La Tour, franskur listmálari (d. 1652).
- 1615 - Innósentíus 12. páfi (d. 1700).
- 1636 - Ulrik Huber, hollenskur heimspekingur (d. 1694).
- 1733 - Joseph Priestley, breskur efnafræðingur og prestur (d. 1804).
- 1827 - Guðbrandur Vigfússon, íslenskur málfræðingur (d. 1889).
- 1839 - Tage Reedtz-Thott, danskur forsætisráðherra (d. 1923).
- 1892 - Pedro Calomino, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1950).
- 1900 - Giorgos Seferis, grískt skáld (d. 1971).
- 1913 - Nína Tryggvadóttir, íslensk listakona (d. 1968).
- 1924 - Jörundur Þorsteinsson knattspyrnudómari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2001).
- 1933 - Erlingur Gíslason, íslenskur leikari.
- 1939 - Neil Sedaka, bandarískur söngvari og lagahöfundur.
- 1942 - Dave Cutler, bandarískur forritari.
- 1942 - Scatman John, bandarískur söngvari (d. 1999).
- 1960 - Adam Clayton, írskur bassaleikari (U2).
- 1967 - Andrés Escobar, kólumbískur knattspyrnumaður (d. 1994).
- 1973 - Edgar Davids, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1973 - David Draiman, bandarískur tónlistarmaður (Disturbed).
- 1977 - Jón Þór Ólafsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1979 - Børge Lund, norskur handknattleiksmaður.
- 1980 - Sara Bergmark Elfgren, sænskur rithöfundur.
Dáin
breyta- 1569 - Louis 1. Bourbon, prins af Condé, hershöfðingi franskra húgenotta (f. 1530).
- 1767 - Maria Josepha af Saxlandi, krónprinsessa Frakklands og móðir konunganna Loðvíks 16., Loðvíks 18. og Karls 10. (f. 1731).
- 1808 - Kristján 7. Danakonungur (f. 1749).
- 1851 - Karl Lachmann, þýskur fornfræðingur (f. 1793).
- 1901 - Benjamin Harrison, Bandaríkjaforseti (f. 1833).
- 1906 - Susan B. Anthony, bandarísk kvenréttindakona (f. 1820).
- 1933 - Guðmundur G. Bárðarson, íslenskur náttúrufræðingur (f. 1880).
- 1938 - Clarence Darrow, bandarískur lögfræðingur (f. 1857).
- 1968 - Lárus Pálsson, íslenskur leikari (f. 1914).
- 1975 - Ivo Andrić, júgóslavneskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1892).
- 1996 - Róska, íslensk listakona (f. 1940).
- 1999 - Jakob Tryggvason, íslenskur tónlistarmaður (f. 1907).
- 2001 - Henry Lee Lucas, bandarískur raðmorðingi (f. 1936).
- 2002 - Hans-Georg Gadamer, þýskur heimspekingur (f. 1900).
- 2003 - Dósóþeus Tímóteusson, íslenskt skáld (f. 1910).
- 2016 - Hilary Putnam, bandarískur heimspekingur (f. 1926).