10. mars
dagsetning
Feb – Mar – Apr | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 | ||||||
2024 Allir dagar |
10. mars er 69. dagur ársins (70. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 296 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 241 f.Kr. - Rómverjar bundu enda á fyrsta púnverska stríðið með því að sökkva flota Karþagómanna.
- 1045 - Silvester 3. páfi var settur af og Benedikt 9. tók aftur við embætti.
- 1118 - Gelasíus 2. varð páfi.
- 1496 - Kristófer Kólumbus fór frá Hispaníólu til Spánar og lauk þar með annarri ferð hans til Vesturheims.
- 1607 - Susenyos sigraði her Jakobs Eþíópíukeisara og biskupsins Petrosar 2. í Gojjam.
- 1629 - Karl 1. Englandskonungur leysti breska þingið upp og hóf ellefu ára harðstjórnina þar sem ekkert þing var.
- 1649 - Karl 10. Gústaf var útnefndur eftirmaður Kristínar Svíadrottningar.
- 1804 - Bandaríkin keyptu Louisiana af Frökkum.
- 1831 - Franska útlendingaherdeildin var stofnuð.
- 1906 - Námaslys í Courrieres-kolanámunum kostaði 1099 kolanámumenn lífið, það er mannskæðasta kolanámuslys sem gerst hefur í Evrópu.
- 1933 - Jarðskjálfti í Kaliforníu varð 120 manns að bana á Long Beach.
- 1934 - Dregið í Happdrætti Háskóla Íslands í fyrsta sinn í Iðnó í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. Hæsti vinningur var 10 þúsund krónur.
- 1941 - Togarinn Reykjaborg skotinn í kaf af þýskum kafbát norður af Skotlandi. Tveir björguðust en þrettán fórust.
- 1944 - Flugfélagið Loftleiðir var stofnað.
- 1948 - Tékkneski ráðherrann Jan Masaryk „datt“ út um glugga og lést.
- 1964 - Fyrsti Ford Mustang-bíllinn var framleiddur.
- 1967 - Stórbruni varð á horni Vonarstrætis og Lækjargötu í Reykjavík og brunnu þar þrjú hús til grunna. Hús Iðnaðarbankans varð fyrir skemmdum.
- 1974 - Japanski hermaðurinn Hiroo Onoda gafst upp fyrir Filippseyingum, 29 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
- 1977 - Vísindamenn í Kuiper Airborne Observatory uppgötvuðu hringi Úranusar.
- 1977 - Ítalska þingið samþykkti að réttað skyldi yfir ráðherrunum Luigi Gui og Mario Tanassi vegna Lockheed-hneykslisins.
- 1979 - Íslenska óperan frumsýndi óperuna I pagliacci í Háskólabíói.
- 1982 - Bandaríkin settu innflutningsbann á olíu frá Líbýu vegna stuðnings þeirra við hryðjuverkamenn.
- 1986 - Fokker Friendship-flugvél Flugleiða í innanlandsflugi, Árfari, rann út af flugbraut á Reykjavíkurflugvelli og endaði þvert yfir Suðurgötuna. Engin slys urðu á fólki.
- 1987 - Boforshneykslið: Sænska ríkisstjórnin var sökuð um vopnasmygl vegna sölu á fallbyssum til Indlands.
- 1988 - Sálin hans Jóns míns hélt sína fyrstu tónleika í Bíókjallaranum við Lækjargötu.
- 1990 - Herforingjanum Prosper Avril var steypt af stóli á Haítí.
- 1991 - Davíð Oddsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 733 atkvæðum á móti 651 atkvæði Þorsteins Pálssonar.
- 1991 - Heimastjórnarsamtökin voru stofnuð á Íslandi.
- 1991 - Persaflóastríðið: Brottflutningur bandarísks herliðs frá Persaflóa hófst.
- 1994 - Þyngsti dómur sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt féll, tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp, en dómþoli hafði tvisvar orðið manni að bana.
- 1997 - Bandaríska sjónvarpsþáttaröðin Vampírubaninn Buffy hóf göngu sína á WB.
- 2000 - Íslenska kvikmyndin Fíaskó var frumsýnd.
- 2000 - NASDAQ-vísitalan náði 5.048 stigum á hátindi Netbólunnar.
- 2001 - Samtökin Free Software Foundation Europe voru stofnuð.
- 2005 - FL Group var stofnað utan um fjárfestingarhluta Icelandair Group.
- 2006 - Geimfarið Mars Reconnaissance Orbiter fór á braut um Mars.
- 2009 - Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi ríkistjórnar Íslands.
- 2017 - Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við mögulegu mesta neyðarástandi heims frá Síðari heimsstyrjöld vegna hættu á hungursneyð í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu.
- 2017 - Hæstiréttur Suður-Kóreu kvað upp úr um lögmæti vantrausts sem þingið hafði samþykkt á hendur Park Geun-hye, forseta landsins, sem þar með var vikið úr embætti.
- 2019 – Boeing 737 MAX 8-flugvél á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Naíróbí í Keníu brotlenti sex mínútum eftir flugtak. Allir um borð, alls 157 manns, létu lífið.
- 2022 - Katalin Novák var kjörin forseti Ungverjalands.
Fædd
breyta- 1452 - Ferdinand 2. af Aragon (d. 1516).
- 1503 - Ferdinand 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1564).
- 1628 - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (d. 1694).
- 1845 - Alexander 3. Rússakeisari (d. 1894).
- 1879 - Hans Luther, þýskur stjórnmálamaður (d. 1962).
- 1892 - Arthur Honegger, fransk-svissneskt tónskáld (d. 1955).
- 1902 - Jakob Gíslason, íslenskur orkumálastjóri (d. 1987).
- 1905 - Albert Speer, þýskur arkitekt (d. 1981).
- 1923 - Val Logsdon Fitch, bandarískur eðlisfræðingur og nóbelsverðlaunahafi í eðlisfræði 1980.
- 1936 - Sepp Blatter, forseti FIFA.
- 1940 - Chuck Norris, bandarískur leikari.
- 1940 - Dante Lafranconi, ítalskur biskup.
- 1947 - Kim Campbell, 19. forsætisráðherra Kanada.
- 1947 - Tom Scholz, gítarleikari hljómsveitariinar Boston.
- 1950 - Colin McGinn, breskur heimspekingur.
- 1952 - Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra Simbabve (d. 2018).
- 1953 - Paul Haggis, kanadískur kvikmyndaframleiðandi.
- 1957 - Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtaka súnní-íslamista (d. 2011).
- 1958 - Sharon Stone, bandarísk leikkona.
- 1961 - Laurel Clark, bandarískur geimfari (d. 2003)- Columbiu-harmleikurinn.
- 1961 - Birna Birgisdóttir, söngkona
- 1963 - Jeff Ament, bassaleikari Pearl Jam.
- 1964 - Játvarður prins, jarlinn af Wessex.
- 1964 - Ólafur Þór Hauksson, íslenskur lögfræðingur.
- 1969 - Paget Brewster, bandarísk leikkona.
- 1971 - Timbaland, bandarískur rappari.
- 1973 - Chris Sutton, enskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Mauricio Taricco, argentínskur knattspyrnumaður og þjálfari.
- 1973 - Eva Herzigová, tékknesk fyrirsæta og leikkona.
- 1974 - Keren Ann, ísraelsk söngkona.
- 1975 - Jerry Horton, gítarleikari Papa Roach.
- 1975 - DJ Aligator, íranskur raftónlistarmaður.
- 1977 - Ágúst Ólafur Ágústsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1977 - Peter Enckelman, finnskur knattspyrnumaður.
- 1978 - Benjamin Burnley, bandarískur söngvari, lagasmiður og gítarleikari Breaking Benjamin .
- 1979 - Búi Bendtsen, gítarleikari Brain Police.
- 1981 - Samuel Eto'o, kamerúnskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Steven Reid, enskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Kwame Brown, bandarískur körfuknattleiksmaður.
- 1982 - Timo Glock, þýskur ökuþór.
- 1983 - Carrie Underwood, bandarísk söngkona.
- 1985 - Lassana Diarra, franskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Ivan Rakitic, króatískur knattspyrnumaður.
- 1991 - Jack Rodwell, enskur knattspyrnumaður.
- 1992 - Emily Osment, bandarísk leik- og söngkona
Dáin
breyta- 483 - Simplisíus páfi.
- 1222 - Jóhann Sörkvisson Svíakonungur.
- 1607 - Jakob Eþíópíukeisari (f. 1590).
- 1665 - Árni Oddsson, íslenskur lögmaður (f. 1592).
- 1746 - Christian Gyldencrone, stiftamtmaður á Íslandi (f. 1676).
- 1789 - Jón Skúlason varalandfógeti, sonur Skúla Magnússonar landfógeta (f. 1736).
- 1792 - John Stuart, jarl af Bute (f. 1713).
- 1861 - Taras Sjevtsjenko, úkraínskt skáld (f. 1814).
- 1903 - Sigríður Bogadóttir, íslenskt leikskáld (f. 1818).
- 1913 - Harriet Tubman, bandarísk baráttukona gegn þrælahaldi (f. 1822).
- 1940 - Mikhaíl Búlgakov, rússneskur rithöfundur (f. 1891).
- 1963 - André Maschinoti, franskur knattspyrnumaður.(f. 1903).
- 1985 - Cornelis B. van Niel, hollenskur örverufræðingur (f. 1897).
- 1985 - Konstantín Tsjernenkó, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1911).
- 1991 - Jóhanna Kristín Yngvadóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1953).
- 1995 - Hreiðar Stefánsson, íslenskur rithöfundur (f. 1918).
- 2003 - Geoffrey Kirk, breskur fornfræðingur (f. 1921).
- 2005 - Dave Allen, írskur uppistandari (f. 1936).
- 2012 - Frank Sherwood Rowland, bandarískur efnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1927).
- 2012 - Jean Giraud, franskur myndasöguhöfundur (f. 1938).