[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Heimsveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árið 1920 var Breska heimsveldið stærsta heimsveldi allra tíma

Heimsveldi á upphaflega við voldugt ríki eða hóp ríkja og þjóða sem nær yfir stórt landfræðilegt svæði og er stýrt af einum þjóðhöfðingja (til dæmis konungi eða keisara) eða fámennisstjórn. Heimsveldi þróast oft út frá einu landi þar sem höfuðborgin er. Í tímans rás fá lönd og landsvæði sem heyra til heimsveldinu oft mismunandi stöðu, til dæmis hafa sum ríki fengið heimastjórn frá stjórnarlandi sínu. Sú stefna ríkis að byggja upp heimsveldi kallast heimsvaldastefna.

Heimsins stærstu heimsveldi urðu til á nýlendutímabilinu frá 15. til 19. aldar, þar má nefna Breska heimsveldið sem dæmi. Heimsveldi og keisaradæmi voru líka til að fornu og á miðöldum, til dæmis Rómaveldið, Austrómverska keisaradæmið, Heilaga rómverska ríkið, Austurríki-Ungverjaland, Tyrkjaveldið og Rússland.

Á 20. öld töldust Bandaríkin og Sovétríkin til heimsvelda og eftir að Sovétríkin liðu undir lok hefur Kína stundum verið kallað heimsveldi. Þessi heimsveldi eru þó fyrst og fremst efnahagsleg en ekki landfræðileg. Einnig hafa sumir haldið því fram að Evrópusambandið reki heimsvaldastefnu. Alþjóðleg stórfyrirtæki hafa líka stundum verið kölluð heimsveldi.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.