[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Fótur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fætur á konu

Fótur á íslensku er hvort tveggja ganglimur (fótleggurinn) og neðsti hluti hans og er hluti af líkama margra hryggdýra, m.a. mannsins. Fóturinn ber þyngd líkamans og er notaður til að ganga á (til hreyfingar).

Fóturinn (og hér er átt við neðsta hluta hans frá ökkla og niður úr) skiptist í:

  • tær, smálimir fremst á fæti, oft liðaðir líkt og fingur.
  • hæl, aftasti og neðsti hluti fótar.
  • il, neðri hlið fótar.
  • jarka, útjaðar mannsfótar.
  • rist, efra borð mannsfótar (milli táa og ökkla).
  • ökkla, svæðið kringum ökklaliðinn milli fótar og mjóaleggjar.

Hjá mönnum er fóturinn flókinn að byggingu. Hann inniheldur 26 bein, 33 liðamót og yfir eitt hundrað vöðva, sinar og liðbönd. Fóturinn skiptist í þrjá hluta:

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.