Eista
Útlit
Eistu eru kynkirtlar karldýra. Eistu eru egglaga og eru í kviðarholi á fósturskeiði og fyrsta hluta æviskeiðs en rata svo niður um sérstaka rennu í pung.
Eistað er samsettur pípukirtill og um hann hlykkjast sæðispípurnar. Í þeim verða sáðfrumurnar til og færast svo smám saman út í sérstakt geymsluhólf, aukaeistað. Liggur það ofan á eistanu. Þar myndast hluti sáðvökvans en einnig eyðast þar gamlar sáðfrumur skyldi aftöppun ekki verða með eðlilegum hætti.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Eista.