[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Eista

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd á útlensku sem sýnir innra útlit eista.
Eistu síga niður þegar heitt er, það gerir þeim kleift að halda sér örlitlu kaldari en venjulegum líkamshita, það gefur besta umhverfi fyrir þroskun sáðfrumna.
Eistu skreppa saman þegar kalt er, til að viðhalda réttu hitastigi fyrir myndun sáðfrumna.
Eista úr ketti.

Eistu eru kynkirtlar karldýra. Eistu eru egglaga og eru í kviðarholi á fósturskeiði og fyrsta hluta æviskeiðs en rata svo niður um sérstaka rennu í pung.

Eistað er samsettur pípukirtill og um hann hlykkjast sæðispípurnar. Í þeim verða sáðfrumurnar til og færast svo smám saman út í sérstakt geymsluhólf, aukaeistað. Liggur það ofan á eistanu. Þar myndast hluti sáðvökvans en einnig eyðast þar gamlar sáðfrumur skyldi aftöppun ekki verða með eðlilegum hætti.