1245
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1245 (MCCXLV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Katla gaus og hlaup kom úr Sólheimajökli.
- Þórður kakali tók við hluta af ríki Kolbeins unga eftir lát hans.
- Hrafn Oddsson kvæntist Þuríði, dóttur Sturlu Sighvatssonar.
Fædd
Dáin
- 20. febrúar - Styrmir Kárason fróði, lögsögumaður (f. um 1170).
- 24. júní - Órækja Snorrason, lést í útlegð (f. 1205).
- 22. júlí - Kolbeinn ungi Arnórsson, höfðingi af ætt Ásbirninga, lést um 37 ára að aldri (f. 1208).
Erlendis
breyta- 24. júlí - Uppreisn gerð gegn Sancho 2. konungi í Portúgal, sem flúði land. Hann var þó ekki settur formlega af fyrr en í desember 1247.
- Endurbygging Westminster Abbey hófst.
- Innósentíus IV páfi sendi Giovanni da Pian del Carpine til mongólsku hirðarinnar, meðal annars með þau skilaboð að Mongólar skyldu snúast til kristinnar trúar.
- Fyrra kirkjuþingið í Lyon haldið. Þar var Friðrik 2. keisari bannfærður og settur af og Sjöundu krossferðinni hleypt af stokkunum.
Fædd
- 16. janúar - Játmundur krossbakur, jarl af Lancaster, sonur Hinriks 3. Englandskonungs (d. 1296).
- 3. apríl - Filippus 3., konungur Frakklands (d. 1285).
Dáin