[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Yokohama

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Yokohama.
Loftmynd.

Yokohama er næst stærsta borg Japans. Hún er í Tókýó-flóa og talin með stórborgarsvæði Tókýó. Þar búa um 3,7 milljónir (2016).

Yokohama var lítið fiskiþorp fyrir miðja 19. öld en með opnun landsins, á Meiji-tímabilinu, varð hún síðar helsta verslunarhöfn landsins. Tugþúsundir létust þar í jarðskjálfta árið 1923 og árið 1945 gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á borgina og varð aftur mikið mannfall og stór hluti borgarinnar eyðilagðist.