Tríton (tungl)
Útlit
Tríton er stærsta tungl reikistjörnunnar Neptúnusar, um 2710 kílómetrar í þvermál og því sjöunda stærsta (þekkta) tungl sólkerfisins. Það er einnig talið vera eina stóra tungl sólkerfisins sem hefur sporbaug sem er andstæður snúningi reikistjörnunnar. Af þeirri ástæðu er talið að Tríton hafi áður verið dvergpláneta í Kuiperbeltinu. Jafnframt er það eitt af fáum tunglum sólkerfisins sem eru jarðfræðilega virk.