[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Oortský

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Oort-skýið)
Myndin sýnir hvernig listamaður hefur ímyndað sér Oort-skýið og Kuiper-beltið.

Oortskýið er tilgáta um hnöttótta þyrpingu eða "ský" af halastjörnum í 50.000 til 100.000 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni, sem samsvarar u.þ.b. fjarlægðinni einu ljósári.

Engar beinar athuganir hafa verið gerðar sem staðfesta tilvist Oortskýsins, en það er talið vera uppspretta flestra ef ekki allra halastjarna sem fara um sólkerfið (sumar halastjörnur gætu átt upptök í Kuiperbeltinu) og byggir tilgátan á athugunum á sporbrautum halastjarna.

Þessar teikningar sýna áætlaða fjarlægð Oortskýsins miðað við aðra hluta sólkerfisins.