[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Stangarstökk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Théo Mancheron keppir í stangarstökki á franska meistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2013.

Stangarstökk er íþróttagrein þar sem keppt er í að stökkva sem hæst með aðstoð sveigjanlegrar stangar. Líkt og í hástökki fær keppandinn þrjár tilraunir til að reyna við hverja hæð. Stöngin sem er notuð er misjafnlega löng og stíf og gerð fyrir mis mikinn þunga, en er á milli 3,05 og 5,30 metrar á lengd. Keppandi tekur atrennu að ránni sem stokkið er yfir og setur enda stangarinnar í stálklæddan stokk sem er undir henni og notar svo vogarafl og skriðþunga til að hefja sig upp á stönginni og yfir rána. Ráin er laus og fellur niður ef keppandinn eða stöngin rekst í hana.

Þriðju ólympíuverðlaunin sem íslenskir keppendur hafa unnið voru bronsverðlaun sem Vala Flosadóttir vann í stangarstökki á ólympíuleikunum árið 2000. Hún stökk 4,5 metra.

Heimsmethafi karla er Svíinn Armand Duplantis sem stökk 6,26 metra árið 2024, áður hafði hann slegið metið á Ólympíuleikunum í París sama sumar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.