[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Malaría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rautt blóðkorn sem smitað er af malaríuafbrigðinu P. vivax.

Malaría eða mýrakalda er smitsjúkdómur sem er útbreiddur í mörgum hitabeltislöndum.[1] Nafnið er komið af ítölsku orðunum „mala aria“, sem þýðir „slæmt loft“ sem aftur skýrist af frumstæðum misskilningi á orsökum sjúkdómssins þar sem menn héldu að slæmt loft orsakaði hann. Íslenska nafnið er síðan leitt af því að moskítóflugur verpa einkum á mýrarsvæðum eða þar sem þær finna kyrrstætt vatnsyfirborð.

Malaría veldur 1 - 3 milljónum dauðsfalla á ári, og eru það aðallega ung börn í Afríku sem látast af völdum hans. Talið er að malaría sé sá sjúkdómur sem flesta hefur lagt af velli af öllum sjúkdómum.

Orsök sjúkdómsins eru einfruma sníkjudýr af ættkvíslinni Plasmodium, ekki vírusar eða bakteríur. Snýkjudýr þessi berast á milli manna, með stungum kvenkyns moskítófluga. Karlkyns moskítóflugur nærast ekki á blóði úr mannfólki. Kvenkyns moskítóflugur fá úr blóði efni sem þær fá ekki auðveldlega annarsstaðar sem þær nota til framleiðslu frjóverpis (eggja).

Talið er að snýkjudýrið hafi komið fram á sjónvarsviðið fyrir 50-100 000 árum en fyrst náð verulegri útbreiðslu fyrir um 10 þúsund árum. Sníkjudýrin sýkja rauð blóðkorn í hýsli sínum þar sem kynlaus fjölgun á sér stað. Blóðkornin springa, snýkjudýrin losna út í blóðrásina og sýkja önnur rauð blóðkorn.[2] Þetta veldur sótthita og blóðleysi. Í alvarlegum tilvikum getur sjúklingurinn fallið í og jafnvel látist í kjölfarið.

Ýmis lyf eru til sem vinna gegn malaríu svosem klórókín, atebrín, mepakrín, plasmókín, en engin þeirra eru óbrigðul og sníkjudýrið myndar í mörgum tilvikum ónæmi fyrir lyfjunum. Blóðgjöf er stundum beitt í verri tilfellum þar sem sníkjudýrið hefst við í blóðinu má að einhverju marki skipta sýkta blóðinu út og taka annað inn í staðinn. Það er þó ekki hægt að hreinsa blóðið alveg með þessum hætti og ónæmiskerfið lærir ekki jafn vel að verjast veikinni. Ekki er heldur til bóluefni við veikinni, þótt talsvert fé hafi verið lagt í rannsóknir á því á síðustu árum.[3] Til viðbótar lyfjum sem vinna á malaríusníkjudýrinu er oft reynt að koma í veg fyrir veikina með því að fækka eða útrýma moskítóflugunum sem bera hana á milli manna og með því að koma í veg fyrir moskítóbit.[4] Æskilegt er að forðast moskítóbit með því að bera á sig þar til gert krem við dægurskipti og mikilvægt er að sofa undir flugnaneti.

Nóbelsverðlaun

[breyta | breyta frumkóða]

Fimm sinnum hefur læknanóbelinn verið veittur fyrir starf tengt malaríu,:


Þekktir einstaklingar sem létust úr malaríu

[breyta | breyta frumkóða]

Vasco da Gama, David Livingstone, Amerigo Vespucci, Úrbanus 7. (sem átti fyrir vikið skemmstu setu á páfastóli af nokkrum páfa),

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ulrika Andersson og Ólafur Páll Jónsson. „Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?“. Vísindavefurinn 20.12.2001. http://visindavefur.is/?id=2020. (Skoðað 13.5.2010).
  2. „Malaría - mýrarkalda“
  3. Magnús Jóhannsson. „Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin?“. Vísindavefurinn 29.7.2002. http://visindavefur.is/?id=2614. (Skoðað 13.5.2010).
  4. Magnús Jóhannsson. „Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin?“. Vísindavefurinn 29.7.2002. http://visindavefur.is/?id=2614. (Skoðað 13.5.2010).
  • „Geta fleiri en moskítóflugan borið malaríu?“. Vísindavefurinn.
  • „Er hægt að lækna malaríu? Í hverju felst meðferðin?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvaða sjúkdómar eru algengastir í þróunarlöndunum?“. Vísindavefurinn.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.