[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Charles Louis Alphonse Laveran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Charles Louis Alphonse Laveran

Charles Louis Alphonse Laveran (18 juní 1845 – 18 maí 1922) var franskur læknir sem vann læknanóbelinn 1907 fyrir uppgötvanir sínar um örsníkjudýr sem valda smitsjúkdómum, svo sem malaríu og trypanosomiasis.

Hann fylgdi í fótspor föður síns, Louis Théodore Laveran, og gerðist herlæknir að starfi. Hann tók læknapróf frá Strassborg-háskóla 1867. Laveran gekk í franska herinn þegar fransk-prússneska stríðið skall á 1870. 29 ára gamall tók hann forstöðu fyrir hersjúkdóma og faraldra á École de Val-de-Grâce. Undir lok starfsferils síns starfaði hann í Alsír þar sem hann vann sín helstu afrek. Hann uppgötvaði að örsníkjudýr (plasmódíum) voru það sem olli malaríu og enn fremur að annað örsníkjudýr (trípanosoma) olli afrísku svefnsýkinni. 1894 sneri hann til baka til Frakklands og sinnti ýmsum störfum tengdum hernum.

1907 var honum veitt Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræðum og hann gaf helminginn af því verðlaunafé til að stofna rannsóknarstofu sem vann að hitabeltissjúkdómum við Pasteur Institute. 1908 setti hann enn fremur á stofn Société de Pathologie Exotique.