[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Linuxkjarninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Linux (kernel)
Mörgæsin Tux er lukkudýr Linux.

Linuxkjarninn er frjáls stýrikerfiskjarni sem Linus Torvalds byrjaði að skrifa árið 1991, í dag vinna hundruð manna að honum en Linus Torvalds hefur þó enn yfirumsjón með þróununni. Hann er nær allur skrifaður í C, með nokkra hluta sem snúa að samskiptum við einstaka örgjörva í smalamáli. Er náskylt Unix stýrikerfinu og kallast Unix-legt.

Upprunalega féll Linux ekki undir skilgreininguna frjáls hugbúnaður þar sem bara mátti dreifa honum án hagnaðar, en snemma var leyfinu breytt í útgáfu 2 af hinu almenna GNU leyfi eða GPL.

Strangt til tekið vísar orðið Linux eingöngu til kjarnans, en í daglegu tali er orðið þó notað yfir öll þau stýrikerfi og dreifingar sem byggja á honum. Richard Stallman stofnandi og aðaldrifkrafturinn á bak við GNU verkefnið, sem leggur til fjölmarga aðra hluta frjálsra stýrirkerfa, hefur barist fyrir því að slík kerfi séu kölluð GNU/Linux en því hefur verið tekið dræmt.

  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.