Fagott
Útlit
Fagott (úr ítölsku knippi, bundin) er tréblásturshljóðfæri á tónsviðinu fyrir neðan klarínettu. Fagott er langur tvöfaldur viðarhólkur sem oftast er gerður úr hlyni með tónblaði (tvíblöðungi) á bognu málmröri fyrir miðju. Fagott er stundum nefnt lágpípa. Einnig er til kontrafagott sem er einni áttund neðar en venjulegt fagott.
Þekktir fagottleikarar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fagotti.