[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Elam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir staðsetningu Elam við Persaflóa.

Elam var fornmenning sem stóð frá um 2700 f.Kr. til 539 f.Kr. við Persaflóa þar sem nú er vesturhluti Írans og brot af suðurhluta Íraks. Höfuðborg Elam var fyrst Ansjam og síðar Susa. Elamíska var stakmál, óskylt persnesku. Hún var rituð með fleygrúnum. Elam atti kappi við önnur ríki á írönsku hásléttunni og náði hátindi sínum þegar Assýríumenn sigruðu Babýlóníumenn á 12. öld f.Kr. Nokkrum öldum síðar féll Elam líka í hendur Assýríumanna og síðar íranskra þjóða á borð við Meda og Persa. Elamíska var áfram töluð í Persaveldi og menning Elam hafði áhrif á persneska menningu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.