[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Endurlit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sagan um eplin þrjú í 1001 nótt er sögð sem röð af endurlitum.

Endurlit (analepsis, stundum kallað „flassbakk“ úr ensku flash-back) er frásagnaraðferð þar sem frásögnin fer aftur í tímann miðað við meginsöguþráðinn og rifjar upp eitthvað sem gerðist áður í sögunni (innra endurlit) eða áður en sagan hófst (ytra endurlit). Endurlit er algeng frásagnartækni sem er meðal annars notuð til að þróa sögupersónur með því að gefa lesandanum/áhorfandanum innlit í bakgrunn þeirra, eða líkja eftir minningum, og til að búa til samhengi og skipulag í sögunni. Andstæðan við endurlit er framlit (prolepsis) þar sem lesandi/áhorfandi fær innlit í atburði sem eiga eftir að gerast.

Í kvikmyndagerð er endurlit stundum auðkennt með sérstökum hætti, eins og að láta áferð myndar virka gamaldags, óskýra, eða svarthvíta, stundum með yfirlestri persónunnar sem á að upplifa endurlitið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.