Galisíska
Útlit
Galisíska (galego) er indóevrópskt mál í íberórómanskri ætt sem töluð er í héraðinu Galisíu á Spáni. Málhafar galisísku eru um það bil 2,4 milljónir en þeir búa flestir í Galisíu þar sem galisíska er opinbert tungumál ásamt spænsku.
Galisíska er ásamt portúgölsku vestur-íberískt mál en þær eiga báðar rætur sínar að rekja til latínu. Fyrir 14. öld voru galisíska og portúgalska gagnkvæmt skiljanlegar mállýskur en þær þróuðust hvor í sína átt eftir það.
Orðaforði galisísku er aðallega af latneskum uppruna þó talsverðan fjölda orða af germönskum og keltneskum uppruna er einnig að finna í málinu. Eins og í spænsku er mergð orða sem rekja má til þeirrar arabísku mállýsku sem töluð var í Al-Andalús.