3. maí
Útlit
Apr – Maí – Jún | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 | |
2024 Allir dagar |
3. maí er 123. dagur ársins (124. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 242 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 996 - Gregoríus 5. (Bruno von Kärnthen) var kjörinn páfi. Hann var 24 ára frændi Ottós keisara og fyrsti þýski páfinn.
- 1376 - Ólafur 4. Hákonarson Noregskonungur varð konungur Danmerkur eftir afa sinn, Valdimar atterdag, sem dó haustið áður.
- 1494 - Kristófer Kólumbus kom auga á Jamaíku.
- 1611 - Kalmarófriðurinn braust út milli Danmerkur og Svíþjóðar þegar Danir settust um borgina Kalmar með 6000 manna lið.
- 1616 - Loudun-sáttmálinn batt enda á röð uppþota húgenotta gegn Frakkakonungi.
- 1617 - Maria de'Medici var rekin í útlegð til Blois-hallar.
- 1815 - Austurríkismenn unnu sigur á her konungsríkisins Napólí í orrustunni við Tolentino. Joachim Murat, konungur Napólí, flúði til Korsíku en var handsamaður þar og tekinn af lífi um haustið.
- 1837 - Háskólinn í Aþenu var stofnaður.
- 1857 - Vísindafélagið í Kristjaníu var stofnað í Noregi.
- 1902 - Oddfellowreglan hafði forgöngu um stofnun Hjúkrunarfélags Reykjavíkur. Það var lagt niður 1937.
- 1913 - Revían Allt í grænum sjó frumsýnd í Reykjavík. Yfirvöld létu banna frekari sýningar á henni eftir frumsýningarkvöldið.
- 1926 - Allsherjarverkfall hófst í Bretlandi til stuðnings verkfalli kolanámumanna. Því lauk 12. maí.
- 1943 - Frank M. Andrews, æðsti yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu, fórst í flugslysi er flugvél hans flaug inn í Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Auk hans fórust þrettán aðrir.
- 1970 - Álverið í Straumsvík formlega tekið í notkun, en álframleiðsla hafði þó hafist þar árið áður.
- 1973 - Byggingu Sears Tower lauk í Chicago.
- 1973 - Íslenskri stafsetningu var breytt með reglugerð frá Menntamálaráðuneytinu. Bókstafurinn z var þá lagður niður í íslensku ritmáli.
- 1975 - Mao Zedong gagnrýndi fjórmenningagengið opinberlega.
- 1986 - Ísland tók þátt í Eurovision í fyrsta skiptið með laginu „Gleðibankinn“ sem hljómsveitin ICY flutti. Sandra Kim sigraði keppnina fyrir hönd Belgíu með laginu „J'aime la vie“.
- 1991 - Síðasti þáttur sjónvarpsþáttaraðarinnar Dallas var sendur út.
- 1992 - Miðflokkurinn var stofnaður í Færeyjum.
- 1997 - Katrina & The Waves sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1997 fyrir Bretland með laginu „Love shine a light“.
- 1998 - Fyrsti áfangi Grafarvogslaugar var opnaður.
- 1999 - Skýstrokkur gekk yfir miðborg Oklahómaborgar og olli 36 dauðsföllum.
- 1999 - Dow Jones-vísitalan var yfir 11.000 stig eftir lokun í fyrsta sinn.
- 2000 - Fyrsti Geocaching-leikurinn fór fram.
- 2003 - 16 létust í flóðum í Argentínu.
- 2006 - Armavia flug 967 brotlenti í Svartahafi; 113 létu lífið og enginn komst af.
- 2007 - Madeleine McCann, þriggja ára gamalli stúlku, var rænt úr hótelherbergi í Portúgal, þar sem hún var með fjölskyldu sinni í fríi.
- 2008 - Yfir 133 þúsund manns létust af völdum fellibyls í Mjanmar.
- 2018 - Spænsku skæruliðasamtökin ETA lýstu því formlega yfir að þau hygðust leysa sig upp eftir 40 ára baráttu.
- 2018 - Eldgosið í Puna 2018: Hraun flæddi yfir stórt svæði í héraðinu Puna á Hawaii.
- 2019 - Fjöldi látinna í ebólafaraldrinum í Kivu náði 1.000. Þetta var annar skæðasti ebólafaraldur sögunnar.
- 2019 - Átök Ísraela og Palestínumanna á Gasa 2019: Ísraelsher skaut flugskeytum á Gasaströndina með þeim afleiðingum að 20 létust.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1415 - Cecily Neville, móðir Englandskonunganna Játvarðar 4. og Ríkharðs 3. (d. 1495).
- 1446 - Margrét af York, þriðja kona Karls djarfa Búrgundarhertoga (d. 1503).
- 1469 - Niccolò Machiavelli, ítalskur heimspekingur, rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 1527).
- 1600 - Sigfús Egilsson, skólameistari og prestur, síðast dómkirkjuprestur á Hólum (d. 1673).
- 1678 - Amaro Pargo, spænskur sjóræningi (d. 1747).
- 1731 - Ólafur Stephensen stiftamtmaður (d. 1812).
- 1761 - August von Kotzebue, þýskt leikskáld (d. 1819).
- 1825 - Þórarinn Böðvarsson, íslenskur prestur og alþingismaður (d. 1895).
- 1826 - Karl 15. Svíakonungur (d. 1872).
- 1849 - Bernhard von Bülow, kanslari Þýskalands (d. 1929).
- 1872 - Símun av Skarði, færeyskt skáld (d. 1942).
- 1898 - Golda Meir, fyrrum forsætisráðherra Ísraels (d. 1978).
- 1924 - Bjarki Árnason, íslenskur harmonikkuleikari (d. 1984).
- 1931 - Jónas Jónasson, íslenskur tónlistarmaður (d. 2011).
- 1936 - Guðrún Erlendsdóttir, íslenskur hæstaréttardómari.
- 1937 - Birgir Lúðvíksson, fv. formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 2021).
- 1951 - Kristín Ástgeirsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1954 - Sigrún Eldjárn, íslenskur rithöfundur.
- 1954 - Denise Del Vecchio, brasilísk leikkona.
- 1964 - Sigurdís Harpa Arnarsdóttir, íslenskur myndlistarmaður.
- 1965 - Rob Brydon, velskur grínisti.
- 1965 - Mikhaíl Prokhorov, rússneskur kaupsýslumaður.
- 1975 - Dulé Hill, bandarískur leikari.
- 1983 - Satoru Yamagishi, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1152 - Matthildur af Boulogne, Englandsdrottning (f. um 1105).
- 1270 - Bela 4. Ungverjalandskonungur.
- 1410 - Alexander 5. mótpáfi (f. um 1339).
- 1481 - Mehmed 2., Tyrkjasoldán (f. 1432).
- 1566 - Poul Stigsen Hvide (Páll Stígsson), hirðstjóri á Íslandi.
- 1758 - Benedikt 14., páfi (f. 1675).
- 1915 - Júlíus Havsteen, íslenskur sýslumaður (f. 1839).
- 1916 - Patrick Pearse, írskur kennari (f. 1879).
- 1942 - Thorvald Stauning, forsætisráðherra Danmerkur (f. 1873).
- 1989 - Christine Jorgensen, bandarískur aðgerðasinni (f. 1926).
- 2014 - Gary Becker, bandarískur hagfræðingur (f. 1930).