25. apríl
Útlit
Mar – Apríl – Maí | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | ||||
2024 Allir dagar |
25. apríl er 115. dagur ársins (116. á hlaupári) samkvæmt gregoríanska tímatalinu. 250 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1236 - Abel Valdimarsson gekk að eiga Mechthilde af Holtsetalandi í Slésvík.
- 1287 - Eiríkur menved var krýndur konungur Danmerkur.
- 1607 - Hollenskur floti sigraði spænskan flota í orrustunni við Gíbraltar.
- 1626 - Þrjátíu ára stríðið: Albrecht von Wallenstein vann sigur á Ernst von Mansfeld í orrustunni um Dessauerbrú.
- 1644 - Uppreisn Li Zicheng rændi Beijing sem leiddi til sjálfsmorðs síðasta Mingkeisarains Chongzhen.
- 1719 - Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kom út.
- 1859 - Framkvæmdir hófust við Súesskurðinn.
- 1915 - Stórbruni varð í Reykjavík er Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Pósthússtræti og Hafnarstræti brunnu. Tveir menn fórust.
- 1926 - Reza Khan var krýndur Reza Shah Pahlavi keisari Írans.
- 1940 - Merkið, færeyski fáninn var gerður að opinberum fána eyjanna.
- 1944 - Óperettan Í álögum var frumsýnd. Þetta var fyrsta íslenska óperettan.
- 1950 - Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisnins lést.
- 1953 - Grein birtist í vísindatímaritinu Nature um byggingu kjarnsýrunnar DNA. Höfundarnir voru Watson og Crick, sem síðar fengu Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar.
- 1970 - Norska stórþingið samþykkti aðildarviðræður við Evrópubandalagið.
- 1974 - Nellikubyltingin hófst í Portúgal þar sem einræðisstjórn landsins var steypt af stóli.
- 1980 - Dan-Air flug 1008 fórst á Tenerífe. 146 létust.
- 1981 - Yfir 100 starfsmenn kjarnorkuvers urðu fyrir geislun á meðan viðgerð stóð yfir í Tsuruga í Japan.
- 1982 - Síðustu ísraelsku hermennirnir hurfu frá Sínaískaga í Egyptalandi.
- 1983 - Júríj Andropov bauð bandarísku stúlkunni Samantha Smith til Sovétríkjanna eftir að hún hafði sent honum bréf og lýst áhyggjum sínum af kjarnorkustyrjöld.
- 1987 - Alþingiskosningar voru haldnar, þær fyrstu samkvæmt nýjum kosningalögum sem var ætlað að jafna hlut flokka með uppbótarþingmönnum.
- 1988 - Fyrsta breiðskífa Sykurmolanna, Life's Too Good, kom út í Bretlandi.
- 1988 - Ivan Demjanjuk var dæmdur til dauða í Ísrael fyrir stríðsglæpi sem hann framdi í útrýmingarbúðunum í Treblinka.
- 1989 - Motorola MicroTAC, þá minnsti farsími heims, kom á markað.
- 1990 - Violeta Chamorro tók við embætti forseta Níkaragva, fyrsta konan sem kjörin var til forsetaembættis í Suður-Ameríku.
- 1991 - Bifreið var ekið upp á Hvannadalshnúk í fyrsta skipti.
- 2001 - Fyrrum forseti Filippseyja, Joseph Estrada, var handtekinn og ákærður fyrir fjárdrátt.
- 2001 - Franska kvikmyndin Hin stórkostlegu örlög Amélie Poulain var frumsýnd.
- 2002 - Leikbraut og rennibraut voru opnaðar við Grafarvogslaug.
- 2003 - Winnie Mandela var dæmd í sex ára fangelsi fyrir svik og þjófnað.
- 2005 - Búlgaría og Rúmenía skrifuðu undir samning um inngöngu í ESB.
- 2005 - 107 létust og 562 slösuðust þegar lest fór út af sporinu í Amagasaki í Japan.
- 2009 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 2012 - Agnes M. Sigurðardóttir var kjörin fyrsti kvenbiskup íslensku þjóðkirkjunnar.
- 2015 - Jarðskjálfti reið yfir Nepal og olli alls 9.018 dauðsföllum í Nepal, Indlandi, Kína og Bangladess.
- 2019 – Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, mættust á fundi í Vladivostok.
- 2021 – Stúlknakór frá Húsavík kom fram í myndbandi sem spilað var við afhendingu Óskarsverðlaunanna. Stúlkurnar fluttu lagið Húsavík – My Home Town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga ásamt sænsku söngkonunni Molly Sandén.
- 2022 - Stjórn Twitter samþykkti 44 milljarða dala tilboð Elon Musk í fyrirtækið.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1214 - Loðvík 9., Frakklandskonungur.
- 1284 - Játvarður 2. Englandskonungur (d. 1327).
- 1599 - Oliver Cromwell, enskur einræðisherra (d. 1658).
- 1762 - Sveinn Pálsson, íslenskur læknir (d. 1840).
- 1772 - Sveinn Pálsson, íslenskur læknir og náttúrufræðingur (d. 1840).
- 1840 - Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj, rússneskt tónskáld (d. 1893).
- 1873 - Félix d'Herelle, kanadískur örverufræðingur (d. 1949).
- 1874 - Guglielmo Marconi, ítalskur uppfinningamaður, handhafi Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 1909 (d. 1937).
- 1895 - Stanley Rous, enskur forseti FIFA (d. 1986).
- 1898 - Stefania Turkewich, úkraínskt tónskáld (d. 1977).
- 1900 - Wolfgang Ernst Pauli, austurrískur eðlisfræðingur, handhafi Nóbelsverðlaunanna í eðlisfræði árið 1945 (d. 1958).
- 1903 - Andrej Kolmogorov, sovéskur stærðfræðingur (d. 1987).
- 1917 - Ella Fitzgerald, bandarísk djasssöngkona (d. 1996).
- 1927 - Albert Uderzo, franskur myndasöguhöfundur (d. 2020).
- 1940 - Al Pacino, bandarískur leikari.
- 1945 - Björn Ulvaeus, sænskur tónlistsarmaður.
- 1946 - Vladímír Zhírínovskíj, rússneskur stjórnmálamaður (d. 2022).
- 1947 - Johan Cruyff, hollenskur knattspyrnumaður (d. 2016).
- 1949 - Dominique Strauss-Kahn, franskur hagfræðingur.
- 1969 - Renée Zellweger, bandarísk leikkona.
- 1971 - Hannes Bjarnason, íslenskur forsetaframbjóðandi.
- 1975 - Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands.
- 1976 - Tim Duncan, bandarískur körfuknattleiksmaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1228 - Jólanda (Ísabella 2.), drottning Jerúsalem (f. 1212).
- 1265 - Hálfdan Sæmundsson, goðorðsmaður á Keldum.
- 1295 - Sancho 4., konungur Kastilíu (f. 1257).
- 1647 - Matthias Gallas, hershöfðingi í her keisara Heilaga rómverska ríkisins (f. 1584).
- 1667 - Pedro de Betancur, spænskur trúboði (f. 1626).
- 1692 - Hólmfríður Sigurðardóttir, prófastsfrú í Vatnsfirði (f. 1617).
- 1694 - Magnús Jónsson, lögmaður norðan og vestan (f. 1642).
- 1890 - Theodor Möbius, þýskur norrænufræðingur (f. 1821).
- 1908 - Pétur Jónsson, íslenskur íþróttafrömuður (f. 1856).
- 1911 - Emilio Salgari, ítalskur rithöfundur (f. 1862).
- 1950 - Guðjón Samúelsson, íslenskur arkitekt (f. 1887).
- 1978 - Jökull Jakobsson, íslenskt leikskáld (f. 1933).
- 1995 - Ginger Rogers, bandarísk leik- og söngkona (f. 1911).