[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Róbinson Krúsó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Titilsíða fyrst útgáfu bókarinnar frá 1719.

Róbinson Krúsó er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Daniel Defoe. Hún kom fyrst út 25. apríl 1719. Í fyrstu útgáfunni er aðalsöguhetjan sögð höfundur sem varð til þess að margir lesendur töldu að um sanna ferðasögu væri að ræða.

Sagan er ævisöguleg frásögn aðalsöguhetjunnar (sem upphaflega heitir Robinson Kreutznaer) sem lendir í skipbroti og hefst við á fjarlægri eyðieyju í nágrenni Trinídad í 28 ár. Þar kemst hann í tæri við mannætur, fanga og uppreisnarmenn áður en honum er bjargað. Sagan er talin vera byggð á sögu skoska skipbrotsmannsins Alexanders Selkirk sem hafðist við á eyju í Kyrrahafi í fjögur ár. Saga hans naut mikilla vinsælda eftir að hún kom út árið 1712.

Skáldsögu Defoes var vel tekið og hún átti þátt í að ryðja raunsæju skáldsögunni braut sem bókmenntagrein. Hún er oft talin fyrsta skáldsagan á ensku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.