[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Áramótaskaup 2019

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áramótaskaupið 2019
TegundGrín
HandritDóra Jóhannsdóttir
Hugleikur Dagsson
Jakob Birgisson
Lóa Hjálmtýsdóttir
Reynir Lyngdal
Sævar Sigurgeirsson
Þorsteinn Guðmundsson
LeikstjóriReynir Lyngdal
LokastefFramtíðarkynslóðin
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðRÚV
Tímatal
UndanfariÁramótaskaup 2018
FramhaldÁramótaskaup 2020
Tenglar
IMDb tengill

Áramótaskaup 2019 var áramótaskaup sem sýnt var á RÚV þann 31. desember 2019. Efniviður skaupsins var fjölbreytt, en þó var loftslagsvandinn áberandi og viðbrögð eldri kynnslóðarinnar um að unga fólkið sé að gera of mikið úr vandamálinu. Einnig fékk þriggja sólahringa útsending Landans mikla útreið. Lokalagið í flutningi Prins Póló var umdeilt, sumir voru ánægðir með það en öðrum fannst það taktlaust.[1].

Höfundar skaupsins voru Jakob Birgisson, Hugleikur Dagsson, Þorsteinn Guðmundsson, Lóa Hjálmtýsdóttir, Dóra Jóhannsdóttir, Reynir Lyngdal og Sævar Sigurgeirsson. Leikstjóri var Reynir Lyngdal.

71% landsmanna sögðust vera ánægt með skaupið.[2]

Viðfangsefni

[breyta | breyta frumkóða]

Meðal þess sem gert var grín að var:

  • Landinn með útsendingu í sólahring (Gísli Einarsson, Edda Sif Pálsdóttir, Gunnar Birgisson)[3]
  • Auglýsingar Landsbankans um sparnað.
  • Mikið magn af heimildamyndum um loftslagsbreytingar og hamfarahlýnun hjá Ríkissjónvarpinu.
  • Miklar vinsældir snjallúra og þeim miklu þægindum sem þeim fylgir sem virðast núna vera orðin ómissandi.
  • Framkvæmdir á Hverfisgötu [4]
  • App sem sýnir hvernig maður lítur út þegar maður er orðin gamall.
  • Mikið af fólki með glútenóþol, í keto, vegan, laktósóþol, með kvíðaröskun, áráttuþráhyggjuröskun, spilafíkn, alkohólisma, áfallastreyturöskun og svo framvegis.
  • Þegar mikið var um að konur voru ekki nafngreindir á ljósmyndum í dagblöðum heldur aðeins karlar.[5]
  • Málþóf Miðflokksins á Alþingi.[6]
  • Þorsteinn Már segir af sér vegna mútubrot Samherja.[7]
  • Eldri kynslóðinn vill ekki axla ábyrgð á loftlagsvandamálinu vegna þess að unga kynslóðin hefur ekkert gert fyrir þau.[8]
  • Mikið magn af streymisveitum þýðir að enginn er búinn að horfa á sama sjónvarpsþætti og eina sameiginlega umræðuefnið á vinnustöðum er veðrið.
  • Alda Karen með fyrirlestur í Hörpunni um að kyssa pening.[9]
  • Að leiksýning hjá Leikhópi Lottu sé að heilaþvo börn um samkynhneigð.[10]
  • Stór hluti af börnum klæðast sem Hatarar á öskudaginn.[11]
  • Bann við innkaupapokum úr plasti.
  • Kona sem giftist sjálfri sér.[12]
  • Siðrof við að hætt var að kenna kristinfræði í grunnskólum.[13]
  • Sigríður Andersen sagði af sér vegna dóms mannréttindadómstóla um að hún hafi brotið af sér við skipan Landsréttar.[14]
  • Þegar Dorrit og Ólafur Ragnar klónaðu hundinn sinn Sám. [15]
  • Umræða um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé of hægrisinnuð.[16]
  • Málverk Seðlabankans af berbrjósta konu vekur athyggli.[17]
  • Ok ekki lengur jökull.[18]

Annað sem gert var grín að var: Ævar vísindamaður, reiðhjólamenning, Bragi Valdimar Skúlason og Björg Magnúsdóttir í Kappsmál, Lúsmý faraldurinn, gjaldþrot WOW Air, Game of Thrones, Chernobyl, Amazon Prime, Netflix, N1 auglýsing með Jóni Jónssyni[19], Gamma, Vala Matt, kvikmyndin Joker, Rúrik Gíslason, Linda P, Agnes M. Sigurðardóttir, LGBTQIAP, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Logi Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigríður Andersen, Egill Ploder í Burning Questions, Greta Thunberg, kvikmyndin It: Chapter One, sjálfsafgreiðslukassar í matvöruverslunum, Rush, Guðni Th, Sturla Atlas[20], sjónvarpsþátturinn Leitin að upprunanum,

  • Lokalag áramótaskaupsins (Framtíðarkynslóðin). Lag, Svavar Pétur Eysteinsson, Árni Rúnar Hlöðversson. Texti, Svavar Pétur Eysteinsson
  • Freðinn - Auður. Lag, Auðunn Lúthersson

Lög með nýjum texta

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sorry Mamma - Herra Hnetusmjör, Huginn. Lag og texti Huginn Frár Guðlaugsson, Árni Páll Árnason, Þormóður Eiríksson
  • Purple Rain - Prince
  • Do Re Mi - The Sound of Music

Önnur lög

[breyta | breyta frumkóða]
  • Vísindastef Ævars - Þórður Gunnar Þorvaldsson, Helgi Reynir Jónsson
Leikarar
Jóhanna Vigdís Arnarsdóttir
Þorsteinn Bachmann
Arnmundur Ernst Björnsson
Gunnar Bersi Björnsson
Íris Blandon
Esther Talia Casey
Pétur Eggerz
Vala Kristin Eiriksdottir
Ebba Katrín Finnsdóttir
Saga Garðarsdóttir
Sveinn Geirsson
Elma Lísa Gunnarsdóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson
Árni Pétur Guðjónsson
María Guðmundsdóttir
Valgerður Guðnadóttir
Gunnar Hansson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Jón Helgason
Birgitta Hreiðarsdóttir
Sólmundur Hólm
Lára Jóhanna Jónsdóttir
Hjörtur Jóhann Jónsson
Oddur Júlíusson
Hanna María Karlsdóttir
Gunnar Hrafn Kristjánsson
Gudfinna Runarsdottir
Birgitta Sigursteinsdóttir
Katrín Halldóra Sigurðardóttir
Þórhallur Sigurðsson
Björn Stefánsson
Hannes Óli Ágústsson
Örn Árnason
Hallgrímur Ólafsson
Sigurður Þór Óskarsson
Katla M. Þorgeirsdóttir
María Heba Þorkelsdóttir
Hlynur Þorsteinsson
  1. Ís­­lendingar tjá sig um Skaupið: Loka­lagið vekur reiði
  2. „Níu af hverjum tíu ánægð með Skaupið“. www.mbl.is. Sótt 27. mars 2024.
  3. Þriggja sólahringa útsendingu lokið
  4. Framkvæmdum við Hverfisgötu senn að ljúka – Fyrirtækjaeigendur krefjast tafarbóta
  5. „Eru konur til? Heita þær eitthvað?“
  6. Málþóf Miðflokksins um orkumálið heldur áfram
  7. Þor­steinn Már segir af sér sem stjórnar­for­maður Fram­herja
  8. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert“
  9. Alda Karen höfð að háði og spotti fyrir furðuleg ráð
  10. Sakar Leikhópinn Lottu um samkynhneigðan heilaþvott – „Þetta er bara óboðlegt fyrir 3 til 6 ára gömul börn“
  11. Hatarabörn bíða spennt eftir öskudeginum
  12. Berglind giftist sjálfri sér á Ítalíu
  13. Siðrof þegar hætt var að kenna kristinfræði
  14. Sigríður Andersen segir af sér embætti en segist „stíga til hliðar“
  15. Klón Sáms komið í heiminn
  16. Hún er í raun til hægri í stjórnmálum...
  17. Seðla­bankinn sýnir hin um­­­deildu verk Blön­dals
  18. Minningarstund um Okjökul
  19. Vegabréf 2019
  20. „Sturla Atlas með nýja plötu á íslensku“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2022. Sótt 17. nóvember 2022.