[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Björg Magnúsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björg Magnúsdóttir (f. 9. apríl 1985) er íslensk fjölmiðlakona og stjórnmálafræðingur. Hún starfar við þáttagerð á RÚV.

Hún er fædd í Reykjavík og alin upp í Hafnarfirði.[1] Foreldrar hennar eru Magnús Pálsson forstöðumaður MBA-náms við Háskóla Íslands og Laura Scheving Thorsteinsson hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá embætti landlæknis.[2]

Björg lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands,[3] BA-gráðu í stjórnmálafræði, MA-námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands og árið 2018 lauk hún námi í athafnastjórnun hjá Siðmennt.[1]

Hún hefur verið formaður Stúdentaráðs HÍ, blaðamaður á Blaðinu, fréttamaður á RÚV, umsjónarmaður Síðdegisútvarps Rásar 2 og fleiri þátta á RÚV.[3]

Björg hefur skrifað tvær bækur, skáldsögurnar Ekki þessi týpa (2013) og Þessi týpa (2014)[2] og er einn þriggja handritshöfunda sjónvarpsþáttaraðarinnar Ráðherrann (2020).[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Sidmennt.is, „Athafnastjórar“ (skoðað 27. mars 2021)
  2. 2,0 2,1 Mbl.is, „Mikið óskrifað um mína kynslóð“ (skoðað 27. mars 2021)
  3. 3,0 3,1 „Ef ég fæ að skrifa og segja sögur þá er ég sátt“, Gaflari, 14. tbl. 1. árg. 2014
  4. Klapptre.is, „Björg Magnúsdóttir um Ráðherrann: „Benedikt er leiðtoginn sem við öll þráum“ (skoðað 27. mars 2021)