[go: up one dir, main page]

Rostock er stærsta borgin í þýska sambandslandinu Mecklenborg-Vorpommern með rúmlega 209 þúsund íbúa (2019). Þrátt fyrir það er hún ekki höfuðborg sambandslandsins (sem er Schwerin). Rostock er háskólaborg og var stærsta og mikilvægasta hafnarborg hins gamla Austur-Þýskalands.

Rostocks
Skjaldarmerki Rostocks
Staðsetning Rostocks
SambandslandMecklenborg-Vorpommern
Flatarmál
 • Samtals181,28 km2
Hæð yfir sjávarmáli
14 m
Mannfjöldi
 • Samtals209.000 (2.019)
 • Þéttleiki1.119/km2
Vefsíðawww.rostock.de

Lega og lýsing

breyta
 
Hluti af hafnarsvæði Rostock

Rostock er hafnarborg við Eystrasalt nyrst í sambandslandinu. Maginborgin stendur við ána Warnow, nokkuð frá ströndinni. Höfnin sjálf er við flóa um 8 km fyrir norðan borgina. Við ströndina er svo borgarhlutinn Warnemünde, en þar eru baðstrendur við Eystrasalt. Næstu stærri borgir eru Wismar til suðvesturs (60 km) og Stralsund til norðausturs (50 km). Beint fyrir norðan Rostock er danska eyjan Falstur.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Rostock er samansett af þremur láréttum röndum, blárri, hvítri og rauðri. Í bláu röndinni er gullin dreki. Merki þetta kom fyrst fram 1367. Drekinn er tákn furstanna í Rostock. Hvíti og rauði liturinn eru litir Hansakaupmanna en Rostock var Hansaborg í gegnum tíðina.

Orðsifjar

breyta

Rostock hefur ætíð heitið þessu nafni. Það kemur úr slavnesku og merkir staðurinn þar sem vatnið greinist í sundur. Meint eru óshólmar árinnar Warnow.[1] Formlega heitir borgin Hansestadt Rostock.

Saga Rostock

breyta

Upphaf

breyta

1161 kemur Rostock fyrst við sögu sem slavneskur bær. Danski sagnaritarinn Saxo Grammaticus lýsir því í sögu Danaríkis að Danir og saxar gerðu strandhögg á svæðinu og eyddu bænum sem hann nefndi urbs roztoc. Þýskir landnemar byggðu bæinn upp aftur sem verslunarbæ. 1189 kemur fram í skjali að bærinn hefði borgarvirki, markað og búið væri að reisa Klementíusarkirkjuna, sem hefði þýskan prest. Í kringum 1200 var orðið of þröngt um þorpið og því var byrjað að reisa nýjan bæ á hinum bakkanum (eystri bakkanum) við ána Warnow. 1218 veitir Heinrich Borwin I, fursti yfir Mecklenborg, Rostock borgarréttindi. Þessi atburður gildir í dag sem stofnár borgarinnar. 1283 gerðu Rostock, Lübeck og fleiri borgir verslunarsamkomulag. Síðan þá er Rostock hansaborg. 1419 var háskóli stofnaður í borginni en hann er einn allra elsti háskóli Norður-Þýskalands.

Siðaskipti og stríð

breyta
 
Rostock 1624/25. Mynd eftir Wenzel Hollar.

1520 berast kenningar Lúthers til Rostock. Siðaskiptin í borginni taka hins vegar nokkur ár. Það var ekki fyrr en 1531 að borgarráð ákvað að hafna kaþólskunni og að kirkjunum yrði breytt í lúterskar kirkjur. Í 30 ára stríðinu hertók Wallenstein hershöfðingi borgina fyrir hönd keisarans. Wallenstein lét gera sterk varnarvirki, en þurfti þrátt fyrir það að hrökklast frá þegar Svíar tóku þar land 1631. Gústaf Adolf II lagði þunga skatta á borgina og þar sat sænskur her allt til loka stríðsins 1648. Skattinn urðu borgarbúar þó að greiða allt til 1654. Á þeim tíma ríkti mikil fátækt í Rostock. Ekki batnaði ástandið er eldur braust út 1677 og eyddi þriðjungi borgarinnar. Um 700 hús (af 2000) brunnu til kaldra kola.

Nýrri tímar

breyta

1806 hertóku Frakkar borgina í Napoleonstríðinu. Þeir lokuðu höfninni fyrir viðskiptum við Bretland og bandalagsþjóðir sem börðust gegn Frakklandi. Fyrir vikið varð hörð kreppa í borginni, enda var höfnin aðalsamgönguæð borgarinnar. Napoleon neyddi borgarbúa auk þess til ákveðinnar þjónustu við sig. Eitt frægasta barn borgarinnar, Blücher herforingi, barðist þó gegn Frökkum og var einn sigurvegaranna í orrustunni við Waterloo 1815 ásamt Wellington lávarði. Rostock náði sér ekki á strik fyrr en með iðnbyltingunni á 19. öld. Höfnin varð eftir sem áður mikilvægasta atvinnusvæðið. Þar risu skipasmiðjur. 1852 var fyrsta skrúfuskip Þjóðverja smíðað í höfninni þar. 1922 eru Heinkel-flugvélaverksmiðjurnar stofnaðar í borginni. Fyrir vikið varð Rostock fyrir miklum loftárásum í heimstyrjöldinni síðari. 23.-27. apríl 1942 varð borgin fyrir stanslausum loftárásum, sem eftir það var rjúkandi rúst. Í stríðslok 1945 hertóku Sovétmenn borgina. Eftir stríð varð Rostock að blómstrandi iðnaðarborg og óx hún hratt. Rétt fyrir sameiningu Þýskalands voru íbúar orðnir rúmlega 250 þús talsins. Við sameininguna 1990 urðu mýmörg fyrirtæki hins vegar gjaldþrota, sérstaklega í iðnaði. Mikil kreppa einkenndu næstu ár og íbúum fækkaði umtalsvert. Þeir eru ekki nema rétt rúmlega 200 þúsund í dag.

Íþróttir

breyta

Helsta knattspyrnulið borgarinnar er Hansa Rostock. Liðið spilaði lengi vel í fyrstu deild í Austur-Þýskalandi og svo í fyrstu deild í sameinuðu Þýskalandi frá leiktíð 1990, en rokkar í dag á milli deilda.

Karlaliðið HC Empor Rostock í Handbolta er tífaldur austur-þýskur meistari og varð Evrópumeistari 1982 (sigraði þá Dukla Prag). Kvennaliðið PSV Dolphins í handbolta leikur í fyrstu deild.

Vinabæir

breyta

Rostock viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:

Frægustu börn borgarinnar

breyta
 
Blücher herforingi var einn sigurvegaranna í orrustunni við Waterloo

Byggingar og kennileiti

breyta
  • Maríukirkjan er aðalkirkjan í Rostock. Hún var reist á 13. og 14. öld á grunni eldri kirkna. Smíði kirkjuþaksins var þó ekki lokið fyrr en 1454. Í heimstyrjöldinni síðari var Maríukirkjan eina kirkjan sem slapp við skemmdir og eyðingu. Byggingin er hins vegar orðin mjög gömul og lætur á sjá sökum vanrækslu.
  • Nikulásarkirkjan var reist frá árinu 1230 og er því meðal elstu hallarkirkjum við Eystrasalt. Hún var vígð 1312 og helguð heilögum Nikulási, verndardýrlingi fiskimanna og sæfarenda. Á einni hlið kirkjunnar þurfti að byggja göng til að hleypa almennri umferð í gegn og hafa þessi göng varðveist. Turninn eyðilagðist í stormi 1703 og fékk kirkjan nýjan turn og nýtt þak. Kirkjan skemmdist töluvert í loftárásum. Brann þá allt sem brunnið gat og stóðu aðeins múrarnir eftir. 1974 var ákveðið að leggja kirkjuna niður sem sóknarkirkju. Voru þá byggðar skrifstofur og íbúðir í efri hæðum kirkjuskipsins, sem gefur kirkjunni afar sérkennilegt útlit. Kirkjusalurinn sjálfur er eingöngu notaður fyrir sérstakar athafnir og tónleika.
  • Steintor (Steinhliðið) er heiti á gömlu borgarhliði sem upphaflega var reist 1279 í gotneskum stíl og vissi til suðurs. Hliðið var rifið 1566, en endurreist 1575-77 í hollenskum endurreisnarstíl.
  • Ráðhúsið í Rostock er upphaflega frá 13. öld, en nokkrar álmur þess eru talsvert yngri. 1726 var hin fragra framhlið byggð.

Myndasafn

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 226.

Heimildir

breyta