[go: up one dir, main page]

Majorka (katalónska og spænska: Mallorca) er ein af Baleareyjunum í Miðjarðarhafi og tilheyrir Spáni. Nafn eyjarinnar kemur úr latínu: insula maior „stærri eyja“; síðar Maiorica. Aðrar nálægar eyjar eru Menorka, Ibiza og Formentera. Íbúar eru um 900.000.

Kort.

Elstu minjar um byggð á Majorka eru grafhvelfingar frá  árunum 4000-6000 f. Kr.

Árið 534 varð Majorca hluti af austrómverska keisaradæminu og landstjórinn Apollinarius tók þar við völdum.

Austrómverska kirkjan lét byggja fjölda guðshúsa og eftir það blómstraði kristindómur á eyjunni.

Árið 707 réðust múslimar frá Norður-Afríku á eyjuna. Árásir þeirra voru linnulausar þannig að eyjaskeggjar þurftu að biðja um hjálp frá Karlamagnúsi sem þá var konungur Franka.

Svæði

breyta

Höfuðborgin á Majorka heitir Palma de Mallorca og er stærsta borg á Baleareyjum. Hún er á suðurströnd Majorca og er tólfta stærsta borgarsvæði Spánar. Næstum því helmingur íbúa Majorka á heima í Palma, eða um 383.000 íbúar. Ef úthverfi eru talin með er heildaríbúafjöldi borgarinnar 517.000 manns.

 
Palma de Mallorca

Majorca er stærsta eyjan sem tilheyrir Spáni, 3640 ferkílómetrar að flatarmáli.

Á árunum 1838-1839 átti Frédéric Chopin heima á Majorka í bænum Valldemossa sem þykir vera fallegt þorp. Munir í hans eigu eru í safni í Valldemossa og þar er hægt að skoða verk hans og hlusta á píanóleik.

 
Chopin

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.