[go: up one dir, main page]

Anatólía

skagi í Suðvestur-Asíu
(Endurbeint frá Litla Asía)

Anatólía, Anatólíuskaginn (grísku: ανατολή, rísandi sól eða austur) eða Litla-Asía (latínu: Asia Minor) er stór skagi í Suðvestur-Asíu sem í dag samsvarar Asíuhluta Tyrklands.

Kort af Anatólíu

Margar þjóðir og þjóðflokkar hafa sest að í Anatólíu eða lagt hana undir sig í gegnum tíðina. Elstu menningarsamfélög á svæðinu eru frá nýsteinöld (Katal Hújúk). Bygging Tróju hófst á nýsteinöld en hélt áfram á járnöld. Helstu þjóðir sem hafa búið á Anatólíuskaganum eru Hattar, Lúvar, Hittítar, Frýgverjar, Kimmerar, Lýdíumenn, Persar, Keltar, Túbalar, Moskar, Grikkir, Pelasgar, Armenar, Rómverjar, Gotar, Kúrdar, Býsansmenn og Seljúktyrkir.

Í dag tala flestir íbúar skagans tyrknesku, en stór hópur talar kúrdísku.

Tengt efni

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.