17. júní
dagsetning
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
17. júní er 168. dagur ársins (169. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu og þjóðhátíðardagur Íslendinga. 197 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1040 - Hörða-Knútur kom að landi við Sandwich á Englandi og gerði tilkall til ensku krúnunnar.
- 1221 - Björn Þorvaldsson var drepinn á Breiðabólstað í Fljótshlíð.
- 1395 - Friðarsamningar voru gerðir í Lindholm-kastala í Svíþjóð milli Margrétar drottningar og Albrekts af Mecklenburg.
- 1397 - Eiríkur af Pommern var krýndur konungur allra Norðurlanda.
- 1449 - Danmörk og England gerðu með sér samning sem heimilaði enskum sjómönnum siglingar til Íslands með sérstöku leyfi Danakonungs.
- 1527 - Gústaf Vasa innleiddi lútherska kirkjuskipan í ríki sínu.
- 1596 - Willem Barents kom auga á Svalbarða.
- 1775 – Bandaríska frelsisstríðið: Orrustan við Bunker Hill átti sér stað.
- 1881 - Þorlákur O. Johnson, sem lagt hafði stund á verslunarnám í Englandi, opnaði verslun í Reykjavík.
- 1886 - Haldið var upp á afmæli Jóns Sigurðssonar í fyrsta sinn opinberlega í kaffihúsinu Hermes á Lækjargötu 4 í Reykjavík.
- 1900 - Fyrsta póstferð með farþega, vörur og póst, farin á fjórhjóla hestvagni frá Reykjavík og austur fyrir fjall.
- 1907 - Stúdentafélagið gekkst fyrir því að víða var flaggað íslenskum fána, bláum með hvítum krossi. Þessum fána var flaggað víða um land og voru 65 fánar við hún í Reykjavík.
- 1911 - Háskóli Íslands var stofnaður og settur í fyrsta sinn. Tók hann yfir rekstur Prestaskólans, Læknaskólans og Lagaskólans, sem um leið voru lagðir niður.
- 1911 - Fyrsta landsmót Ungmennafélags Íslands hófst á Íþróttavellinum á Melnunum í Reykjavík og stóð í viku.
- 1911 - Iðnsýningin 1911 var opnuð í Miðbæjarskólanum í Reykjavík.
- 1915 - Fyrsta bílprófið var tekið í Reykjavík. Handhafi ökuskírteinis númer eitt var Hafliði Hjartarson trésmiður, 28 ára gamall.
- 1916 - Norska knattspyrnuliðið FK Bodø/Glimt var stofnað.
- 1917 - Nokkur félagasamtök héldu samsæti í Reykjavík til heiðurs Stephani G. Stephanssyni skáldi, sem staddur var á Íslandi í fyrsta sinn frá því að hann kvaddi landið tvítugur að aldri.
- 1918 - Loftskeytastöðin á Melunum í Reykjavík var tekin í notkun í samvinnu við Marconi-félagið í London.
- 1925 - Á Ísafirði var tekið í notkun nýtt sjúkrahús sem talið var hið fullkomnasta á Íslandi.
- 1926 - Björg Karítas Þorláksdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París.
- 1926 - Melavöllurinn í Reykjavík var vígður eftir flutning.
- 1939 - Síðasta opinbera aftakan með fallöxi fór fram í Frakklandi.
- 1940 - Sovétríkin hernámu Eistland, Lettland og Litháen.
- 1940 - Aðalbygging Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík var vígð.
- 1940 - Þrír bátar komu frá Noregi til Austfjarða með 59 norska flóttamenn um borð. Mánuði fyrr höfðu 26 norskir flóttamenn komið til Akureyrar.
- 1941 - Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri Íslands af Alþingi, en hann hafði verið sendiherra landsins í Kaupmannahöfn í tvo áratugi.
- 1944 - Íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og jafnframt var fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest. Einnig var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn fyrsti forseti lýðveldisins. Síðan þá hefur dagurinn verið þjóðhátíðardagur Íslands.
- 1945 - Verslunarskóli Íslands brautskráði stúdenta í fyrsta sinn og voru þeir sjö talsins.
- 1945 - Minningarskjöldur var afhjúpaður á húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.
- 1947 - Fyrsta millilandaflugvél í íslenskri eigu kom til landsins. Var það Skymaster-flugvélin Hekla í eigu Loftleiða.
- 1953 - Sovéskt herlið bældi niður uppreisn verkamanna í Austur-Berlín.
- 1954 - Morgunblaðið birti ljóðið „Ísland er land þitt“ eftir Margréti Jónsdóttur í tilefni af tíu ára afmæli lýðveldisins. Ljóðið varð þekkt þegar Magnús Þór Sigmundsson gerði lag við það og gaf út á plötu árið 1982.
- 1959 - Íþróttavöllurinn í Laugardal var formlega vígður, en hann hafði verið í notkun í tvö ár.
- 1959 - Nærri lá að slys yrði er varnargarður brast á virkjunarsvæðinu við Sog. Menn sluppu naumlega.
- 1961 - 150 ára afmælis Jóns Sigurðssonar var víða minnst, meðal annars með hátíð á fæðingarstað hans, Hrafnseyri við Arnarfjörð.
- 1969 - Aldarfjórðungsafmæli lýðveldisins var fagnað í mikilli rigningu.
- 1970 - Zemla-uppreisnin. Átök brutust út milli sjálfstæðissinna í Vestur-Sahara og spænskra yfirvalda.
- 1972 - Upphaf Watergate-hneykslisins. Fimm menn voru handteknir fyrir innbrot í höfuðstöðvar Demókrata í Watergate-byggingunni í Washington en þeir höfðu ætlað að koma þar fyrir hlerunarbúnaði.
- 1974 - Á Kirkjubæjarklaustri var vígð kapella til minningar um Jón Steingrímsson eldklerk.
- 1975 - Sumar á Sýrlandi, fyrsta plata Stuðmanna, kom út.
- 1977 - Afsteypa af höggmyndinni Alda aldanna eftir Einar Jónsson myndhöggvara var afhjúpuð á Flúðum.
- 1980 - Ísbjarnarblús, fyrsta sólóplata Bubba Morthens, kom út.
- 1982 - Þriðja skipið með nafnið Akraborg kom til landsins og sigldi á milli Reykjavíkur og Akraness.
- 1985 - Í Vestmannaeyjum var afhjúpuð höggmynd til minningar um Guðríði Símonardóttur.
- 1991 - Víkingaskipið Gaia kom til Reykjavíkur.
- 1994 - 50 ára afmæli Lýðveldisins Íslands var fagnað á Þingvöllum.
- 1994 - Jóhanna Sigurðardóttir lagði grunninn að stjórnmálaflokknum Þjóðvaka með orðunum „minn tími mun koma“.
- 2000 - Jarðskjálfti, 6,5 stig á Richter, skók Suðurland.
- 2004 - Sundlaugin á Hólmavík var tekin í notkun.
- 2006 - Íslenska landsliðið í handbolta vann sér þátttökurétt á HM í Þýskalandi 2007 með því að sigra Svía í Laugardalshöllinni með samanlagt þriggja marka mun.
- 2006 - Samtökin Framtíðarlandið voru stofnuð í Austurbæjarbíói.
- 2008 - Hvítabjörn var skotinn á Skaga, eftir að tilraunir til að svæfa hann með deyfilyfjum misheppnuðust.
- 2011 - Hægvarpsþátturinn Hurtigruten minutt for minutt var sendur út á norsku sjónvarpsstöðinni NRK2.
- 2012 - Úlfahjörð í Kolmården-dýragarðinum í Svíþjóð réðist á og drap starfsmann.
- 2015 - Bandaríski stjórnmálamaðurinn Clementa C. Pinckney var myrtur ásamt átta öðrum í skotárás á kirkju í Charleston.
- 2019 – 30 létust í þremur sjálfsmorðssprengjuárásum á knattspyrnuleik í Borno í Nígeríu.
- 2021 - Geimferðastofnun Kína sendi fyrstu þrjá geimfarana til geimstöðvarinnar Tiangong.
- 2022 - Golden State Warriors unnu sinn 4. NBA-titil á sjö árum. Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitum.
- 2022 - Úkraína og Moldóva fengu formlega stöðu umsóknarríkja að Evrópusambandinu.
Fædd
breyta- 1239 - Játvarður 1. Englandskonungur (d. 1307).
- 1625 - Peder Hansen Resen, danskur sagnfræðingur (d. 1688).
- 1682 - Karl 12. Svíakonungur (d. 1718).
- 1808 - Henrik Wergeland, norskt skáld og málvísindamaður (d. 1845).
- 1811 - Jón Sigurðsson, „sómi Íslands, sverð þess og skjöldur“, fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann dó 7. desember 1879.
- 1882 - Ígor Stravinskíj, rússneskt tónskáld (d. 1971).
- 1893 - Óskar Halldórsson, íslenskur útgerðarmaður (d. 1953).
- 1900 - Martin Bormann, þýskur nasistaforingi (d. 1945).
- 1936 - Ken Loach, enskur leikstjori.
- 1942 - Mohamed ElBaradei, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar.
- 1942 - Einar Þorsteinn Ásgeirsson, íslenskur arkitekt (d. 2015).
- 1943 - Newt Gingrich, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1943 - Barry Manilow, bandariskur songvari.
- 1945 - Ken Livingstone, breskur stjórnmálamaður og fyrrverandi borgarstjóri Lundúna.
- 1948 - Hrafn Gunnlaugsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1958 - Robert Farelly, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1959 - Baltazar Maria de Morais Júnior, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1967 - Zinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1971 - Steinunn Gestsdóttir, íslenskur sálfræðingur.
- 1975 - Shoji Jo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Venus Williams, bandarisk tennisleikkona.
- 1990 - Jordan Henderson, enskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 1631 - Mumtaz Mahal, kona mogulsins Jahans 1. (f. 1593).
- 1696 - Jóhann 3. Sobieski, konungur Póllands og stórfursti í Litháen (f. 1629).
- 1779 - Jón Ólafsson úr Grunnavík, íslenskur fræðimaður (f. 1705).
- 1835 - Björn Stephensen, íslenskur dómsmálaritari (f. 1769).
- 1972 - Jóhannes Gunnarsson, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (f. 1897).
- 1987 - Yasuo Haruyama, japanskur knattspyrnumaður (f. 1906).
- 2002 - Fritz Walter, knattspyrnumaður (f. 1920).
- 2019 - Mohamed Morsi, forseti Egyptalands (f. 1951).