[go: up one dir, main page]

Morgunblaðið

íslenskt dagblað

Morgunblaðið er íslenskt dagblað sem kemur út alla daga vikunnar á Íslandi, nema á sunnudögum. Það kom fyrst út 2. nóvember 1913 og hefur verið gefið út af Árvakri síðan 1924. Stofnendur Morgunblaðsins voru þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson, yngri bróðir Sveins Björnssonar forseta.[1] Árið 1997 hóf svo Morgunblaðið útgáfu fréttavefs á netinu fyrst fjölmiðla á Íslandi.

Morgunblaðið
RitstjóriDavíð Oddsson og Haraldur Johannessen
Útgáfutíðnidaglega
StofnandiVilhjálmur Finsen
Stofnár1913
ÚtgefandiÁrvakur hf.
HöfuðstöðvarReykjavík
Vefurhttp://mbl.is
ISSN1021-7266
Stafræn endurgerð[1]
Fyrsta fréttamyndin sem birtist í íslensku dagblaði var þessi mynd af Dúkskoti sem birtist í Morgunblaðinu 17. nóvember 1913 í tengslum við morðmál.

Morgunblaðið hefur alla tíð fylgt borgaralegri ritstjórnarstefnu, til hægri við miðju, og jafnan fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, þó á því hafi mátt finna ýmsar veigamiklar undantekningar. Það kom einkum fram í aðdraganda kosninga, blaðið dró hvergi af sér í baráttu fyrir lýðveldisstofnun 1944, tók eindregna afstöðu með samstarfi vestrænna lýðræðisríkja í Kalda stríðinu og barðist fyrir útærslu fiskveiðilögsögunnar. Morgunblaðið hefur haldið á lofti málstað einstaklingsfrelsis og einkaframtaks en varað við útþenslu hins opinbera og aukinni skattheimtu, þó þar hafi einnig gætt áherslu á þjóðleg gildi, menningu og félagslega hjálp.

Þar átti blaðið samleið með Sjálfstæðisflokknum í flestu og var lengi vel var litið á blaðið sem óopinbert flokksmálgagn, þó það hafi alla tíð haldið sjálfstæði sínu. Þar á milli voru margvísleg tengsl ritstjórnar og flokksforystu, sem m.a. birtust í því að ritstjórar blaðsins og þingfréttaritarar sátu iðulega á þingflokksfundum, en tekið var fyrir það árið 1983. Ekki var þó þá um eiginlega breytingu á ritstjórnarstefnu að ræða, þó blaðið fikraði sig nær miðju og kappkostaði að aðskilja fréttaflutning og skoðanaskrif. Helsta birtingarmynd formlegra slita við Sjálfstæðisflokkinn var andstaða blaðsins við kvótakerfið á upphafsárum þess.

Eftir að Ólafur Þ. Stephensen var ráðinn ritstjóri árið 2008 varð sú veigamikla breyting á ritstjórnarstefnunni að blaðið tók upp stuðning Evrópusambandsaðild. Eftir að honum var sagt upp störfum 2009 tók blaðið upp fyrri stefnu.

Eftir hrun íslensks fjármálakerfis 2008 komu nýir eigendur að blaðinu árið 2009 og réðu Davíð Oddsson, fv. forsætisráðherra og fv. Seðlabankastjóra, annan ritstjóra blaðsins, sem sætti nokkurri gagnrýni af vinstri væng. Ritstjórnarstefnan þykir hafa færst til hægri síðan án þess þó að blaðið hafi endilega færst nær Sjálfstæðisflokknum.

Vefmiðill Morgunblaðsins er mbl.is.

Ritstjórar Morgunblaðsins

breyta

Gagnrýni á Morgunblaðið

breyta

Í viðauka við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis frá 2010, sem skrifaður var af þriggja manna vinnuhópi undir formennsku Vilhjálms Árnasonar, var þeirri skoðun lýst að markmið eigenda með ráðningu Davíðs Oddssonar virtist vera að „ástunda skoðanafjölmiðlun og verja sérhagsmuni fremur en að tryggja faglega og sanngjarna umfjöllun“[2], án þess þó að nefnd væru rök eða dæmi um það.

Tilvísanir

breyta
  1. Morgunblaðið 1958
  2. Viðauki 1 við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings; á vef Rannsóknarnefndar.

Tenglar

breyta