10. september
dagsetning
Ágú – September – Okt | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | |||||
2024 Allir dagar |
10. september er 253. dagur ársins (254. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 112 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 422 - Selestínus 1. varð páfi.
- 1509 - Jarðskjálfti reið yfir Istanbúl. 109 moskur hrundu og talið er að 10.000 manns hafi farist.
- 1607 - Forseta Jamestown, Edward Maria Wingfield, var sagt upp og John Ratcliffe kosinn í hans stað.
- 1608 - John Smith var kjörinn forseti bæjarráðsins í Jamestown.
- 1627 - Fyrstu fallbyssuskotunum var hleypt af í umsátrinu um La Rochelle.
- 1628 - Gústaf 2. Adolf kom með liðsauka til Stralsund sem keisaraherinn sat þá um.
- 1908 - Fyrstu almennu leynilegu kosningar til Alþingis voru haldnar. Áður hafði verið kosið í heyranda hljóði. Þátttaka stórjókst og fór í 75,5%.
- 1908 - Bann við innflutningi og sölu áfengis var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi og tók gildi 1. janúar 1912. Framleiðslubann gekk í gildi þremur árum síðar.
- 1911 - Minnisvarði eftir Einar Jónsson um Jón Sigurðsson var afhjúpaður framan við Stjórnarráðshúsið í Reykjavík. Síðar var styttan flutt á Austurvöll.
- 1942 - Þýsk orrustuflugvél gerði árás á tvo bæi á Breiðdalsvík og á 5 báta úti fyrir Austurlandi. Skemmdir urðu á húsum, en fólk slapp án meiðsla.
- 1950 - Í Hellisgerði í Hafnarfirði var afhjúpaður minnisvarði um Bjarna Sívertsen riddara, sem hóf verslun í Hafnarfirði 1793 og hefur verið nefndur faðir staðarins.
- 1960 - Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð á Íslandi.
- 1972 - Brasilíski ökumaðurinn Emerson Fittipaldi varð yngsti sigurvegari í Formúlu eitt-kappakstri í Monza á Ítalíu.
- 1974 - Portúgal viðurkenndi sjálfstæði Gíneu-Bissá.
- 1976 - Tvær flugvélar rákust á í flugi yfir flugvellinum í Zagreb með þeim afleiðingum að 176 létust.
- 1977 - Hamida Djandoubi varð síðasti maðurinn sem var tekinn af lífi með fallöxi í Frakklandi.
- 1978 - Sjóíþróttafélagið Sæfari var stofnað á Ísafirði.
- 1979 - José Eduardo dos Santos varð forseti Angóla eftir lát Agostinho Neto.
- 1982 - Tónleikarnir Risarokk voru haldnir í Laugardalshöll af aðstandendum kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík.
- 1989 - Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók til starfa.
- 1990 - Fyrsti Pizza Hut-staðurinn var opnaður í Sovétríkjunum.
- 1991 - Hljómsveitin Nirvana sló í gegn með smáskífunni Smells Like Teen Spirit.
- 1998 - Alexander Kusminik hóf skotárás um borð í rússneska kafbátnum Vepr (K-157) og myrti 7 manns.
- 2001 - Antônio da Costa Santos, borgarstjóri Campinas í Brasilíu, var myrtur.
- 2002 - Sviss gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum.
- 2005 - Skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri við Laugarnes. Fjórir voru um borð og tveir fórust.
- 2006 - Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti að hann myndi hætta keppni í lok ársins.
- 2008 - Róteindageislinn í Stóra sterkeindahraðlinum í CERN í Genf var settur af stað.
- 2010 - 25 manns voru myrtir á einum degi í Ciudad Juárez í Mexíkó.
- 2010 - Sprengja sprakk á Hotel Jørgensen í Kaupmannahöfn. Sá eini sem særðist var hryðjuverkamaðurinn Lors Doukaiev sem var handtekinn í kjölfarið.
- 2011 - 240 létust og yfir 620 björguðust þegar ferjan MV Spice Islander I sökk við strendur Zanzibar.
- 2015 - Vísindamenn sögðu frá uppgötvun áður óþekktrar manntegundar, Homo naledi, í Suður-Afríku.
Fædd
breyta- 1167 - Alexios 2. Komnenos, Býsanskeisari (d. 1183).
- 1404 - Gilles de Rais, franskur aðalsmaður (d. 1440).
- 1487 - Júlíus 3. páfi (d. 1555).
- 1638 - María Teresa frá Spáni, Frakklandsdrottning (d. 1683).
- 1659 - Henry Purcell, enskt tónskáld (d. 1695).
- 1728 - Jón Steingrímsson, íslenskur prestur (d. 1791).
- 1839 - Charles Sanders Peirce, bandarískur heimspekingur (d. 1914).
- 1866 - Jeppe Aakjær, danskt skáld og rithöfundur (d. 1930).
- 1890 - Franz Werfel, austurrískur rithöfundur (d. 1945).
- 1903 - Uichiro Hatta, japanskur knattspyrnumaður (d. 1989).
- 1915 - Hasse Ekman, sænskur leikari (d. 2004).
- 1938 - Karl Lagerfeld, þýskur tískuhönnuður og ljósmyndari.
- 1943 - Kristján Helgi Guðmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs.
- 1949 - Bill O'Reilly, bandarískur þáttastjórnandi.
- 1958 - Chris Columbus, bandarískur leikstjóri.
- 1959 - Jim Meskimen, bandarískur leikari.
- 1960 - Colin Firth, enskur leikari.
- 1966 - Akhrik Tsveiba, rússneskur knattspyrnumaður.
- 1968 - Guy Ritchie, enskur leikstjóri.
- 1972 - Takeshi Watanabe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - João Carlos dos Santos, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1975 - Nobuhisa Yamada, japanskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, íslensk söngkona.
- 1983 - Filip Bandžak, tékkneskur óperusöngvari.
- 1985 - Laurent Koscielny, franskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 210 f.Kr. - Qin Shi Huang, konungur Kinríkisins í Kína (f. 259 f.Kr.).
- 1167 - Matthildur keisaraynja, Englandsdrottning (f. 1102).
- 1382 - Loðvík 1. konungur Ungverjalands og Póllands (f. 1326).
- 1384 - Jóhanna af Dreux, hertogaynja af Bretagne (f. 1319).
- 1419 - Jóhann óttalausi, hertogi af Búrgund (myrtur) (f. 1371).
- 1669 - Henríetta María Englandsdrottning (f. 1609).
- 1749 - Émilie du Chatelet, franskur stærðfræðingur (f. 1706).
- 1797 - Mary Wollstonecraft, enskur rithöfundur og kvenréttindafrömuður (f. 1759).
- 1898 - Elísabet af Austurríki (f. 1837).
- 1933 - Harue Koga, japanskur myndlistarmaður (f. 1895).
- 1964 - Dóra Þórhallsdóttir, eiginkona Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands (f. 1893).
- 2007 - Jane Wyman, bandarísk leikkona (f. 1914).
- 2011 - Stefán Sigurður Guðmundsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1932).