[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Sófókles

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Sófókles

Sófókles (496 f.Kr. – 406 f.Kr.), forngrískt leikskáld.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Sá sem biður um lengra líf
    en löngum var talið hófi næst,
    þykir mér haldinn hugar-glöpum,
    heimska vekur upp slíka bæn.
    Því árin fylla sín forðabúr
    fremur af þraut en yndi;
    gleðin hopar við ævinnar mundangs-mark.“
Ödípús í Kólonos 1211-1220 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Að hugsa sér hvað menn sem hugsa, hugsa rangt!“
Antígóna 323 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Margt er undrið, og mun þó víst
    maðurinn sjálfur undur stærst.“
Antígóna 323-333 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Hugvit mannsins og máttug snilld
    margan dregur á tæpan stig,
    einn til heilla og hinn til falls.“
Antígóna 363-365 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Hitt er óbrigðult enn sem fyrr
    öllu mennsku, að hóflaust líf
    hreppir að lokum hóflaust böl.“
Antígóna 611-613 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Og það er hvers manns æðsta boð að leggja mátt sinn allan fram í annars hag.“
Ödípús konungur 314-315 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • „Þeim sem guðirnir vilja verst,
    villa þeir sýn á illt og gott;
    verða þá stopul stundargrið.“
Antígóna 622-625 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)
  • Tíminn er mildur guð sem græðir.“
Elektra 179 (þýð. Helga Hálfdanarsonar)

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um