[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Teningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjórir venjulegir teningar.

Teningur er lítill hlutur með merktum hliðum sem fólk kastar til að fá tilviljanakenndar tölur eða önnur tákn, oft í tengslum við spil. Algengast er að teningar séu með sex hliðum og þær merktar með tölum frá einn og upp í sex, þó til séu teningar merktir með öðrum hætti og jafnvel með öðrum fjölda hliða. Einnig eru til staðar heimildir um að teningar hafi stundum verið notaðir við framkvæmd guðsdóma. Uppruni teninga er óþekktur en þeir eru taldir hafa verið í notkun fyrir upphaf ritaðrar mannkynssögu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.