[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Skrautreynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skrautreynir
Skrautreynir í Lystigarðinum á Akureyri
Skrautreynir í Lystigarðinum á Akureyri
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. decora

Tvínefni
Sorbus decora
C.K.Schneid.
Útbreiðsla Skrautreynis
Útbreiðsla Skrautreynis
Samheiti

Pyrus decora (Sarg.) Hyl.
Pyrus americana var. decora Sarg.

Skrautreynir (Sorbus decora) ,[1] er lauffellandi runni eða smávaxið tré frá norðaustur Norður Ameríku. Hann verður 4-10 metra hár. Útbreiðsla er í Labrador til Ontario og Manitoba, suður til Nýja-Englands, New York, Wisconsin og Minnesota.

Skrautreynir er nauðalíkur hinum náskylda knappareyni (Sorbus americana). Eins og knappareynir, er skrautreynir með samsett laufblöð og oft stóra klasa af blómum og síðar berjum. Hinsvegar er eitt sem einkennir skrautreyni: klístruð brum.[2] Börkurinn er fyrst grágrænn og sléttur. Seinna verður hann hrein grár og verður flögóttur með aldrinum.

Skrautreynir er oft ræktaður sem skrauttré vegna harðgeris, blómfegurðar, haustlitar og stórra klasa berja.

Grænlandsreynir (Sorbus groenlandica) hefur áður verið talinn undirtegund skrautreynis, undir nafninu Sorbus decora var. groenlandica, en er nú talinn sem sjálfstæð tegund.[3]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. USDA, NRCS (n.d.). Sorbus decora. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 23. nóvember 2015.
  2. Farrar, J.L. (1995). Trees in Canada. Markham, Ontario: Fitzhenry and Whitside/Canadian Forest Service.
  3. Se foto på Finn Johannesen: Grønlands Flora Online

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.