[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Camillo Karl Schneider

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífvísindi
19. öld
Nafn: Camillo Karl Schneider
Fæddur: 7 apríl 1876 í Gröppendorf í þýskalandi
Látinn 5 janúar 1951 í Berlín
Svið: Grasafræði
Helstu
viðfangsefni:
grasafræði, dendrologi og landslagshönnun

Camillo Karl Schneider, (fæddur 7 apríl 1876 í Gröppendorf, dáinn 5 janúar 1951 í Berlín) var þýskur grasafræðingur, dendrolog og landslagsarkitekt.

Schneider var bóndasonur og var í fyrstu garðyrkjumaður í Zeitz, Dresden, Berlín og Greifswald. Eftir dvölina í Greifswald sneri hann aftur til Berlín.

Í Berlín var hann ritstjóri tímaritsisns Gartenwelt. Til hliðar við það var hann með í að skipuleggja landslag Darmstadt og Berlín.

1900 flutti Schneider til Vín þar sem hann var óháður landslagsarkitekt og rithöfundur og í því sambandi ferðaðist oft fram og aftur um Evrópu. Fyrsta bók hans var gefin út í Vín 1904. Hann hóf þá vinnu við Illustriertes Handwörterbuch der Botanik: mit 341 Abbildungen im Text, sem lokið var við 1912.

1913 ferðaðist hann til Kína til að safna plöntum og fræjum fyrir kastalagarðinn í Pruhonitz (Průhonice), sem er í Tékklandi í nágrenni Prag. Það var til 1915, en þá fór hann til Boston í Bandaríkjunum til að vinna hjá Arnold Arboretum.

1919 var hann aftur í Vín, en strax 1921 sneri hann aftur til Berlín þar sem hann vann fyrir tímaritið Gartenschönheid. Þegar það var lagt niður 1942 var hafin útgáfa Gartenbau in Reich og fylgdi Schneider með, en vann um leið sem landslagsarkitekt.

Í Berlín vann Schneider með ætlað meistaraverk sitt um Berberis. Því miður tapaðist handritið í sprengjuárásum í seinni heimsstyrjöld, 1943.

Síðasta bók hans, Hecken in Garten, var gefin út 1950, ári áður en hann dó.

Í eldri heimildum er vísað í C.K. Schneider undir höfundarnafninu Schneid. [1]

Nafni hans Karl Camillo Schneider (1867–1943) var dýrafræðingur.

  • Die Gattung "Berberis" (Euberberis). Vorarbeiten für eine Monographie // Bull.Herb.Boissier.Sér.2, Januar 1905, Genf, S. 33 sq
  • Illustriertes Handbuch der Laubholzkunde. Charakteristik der in Mitteleuropa heimischen und im freien angepflanzten angiospermen Gehölz-Arten und Formen mit Ausschluss der Bambuseen und Kakteen. Gustav Fischer Verlag, Jena 1906–1912 doi:10.5962/bhl.title.194
  • Illustriertes Handwörterbuch der Botanik. 2. Auflage, Engelmann, Leipzig 1917 doi:10.5962/bhl.title.32951
  • Unsere Freiland-Laubgehölze; Anzucht, Pflege und Verwendung aller Bekannten in Mitteleuropa im freien kulturfähigen Laubgehölze. 2. Auflage, Hölder-Pichler-Tempsky, Wien 1922, doi:10.5962/bhl.title.32616
  • Unsere Freiland-Nadelhölzer; Anzucht, Pflege und Verwendung aller bekannten in Mitteleuropa im freien Kulturfähigen Nadelhölzer mit Einschluss von Ginkgo und Ephedra. 2. Auflage, Hölder-Pichler-Tempsky, Wien 1923, doi:10.5962/bhl.title.45862
  1. Robert Zander: Zander Handwörterbuch der Pflanzennamen. Hrsg.: Fritz Encke, Günther Buchheim, Siegmund Seybold. 13., neubearbeitete und erweiterte Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart 1984, ISBN 3-8001-5042-5.