Sergio Ramos
Sergio Ramos | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Sergio Ramos García | |
Fæðingardagur | 30. mars 1986 | |
Fæðingarstaður | Camas, Andalúsíu, Spánn | |
Hæð | 1,84 m | |
Leikstaða | Miðvörður | |
Yngriflokkaferill | ||
1996–2003 | Sevilla FC | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003–2004 | Sevilla FC B | 26 (2) |
2004–2005 | Sevilla FC | 39 (2) |
2005-2021 | Real Madrid | 469 (72) |
2021-2023 | Paris Saint-Germain | 44 (3) |
2023-2024 | Sevilla | 28 (3) |
Landsliðsferill | ||
2002 2004 2004 2005–2021 |
Spánn U17 Spánn U19 Spánn U21 Spánn |
1 (0) 6 (0) 6 (0) 180 (23) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Sergio Ramos García er spænskur knattspyrnumaður sem spilaði síðast fyrir Sevilla FC. Hann spilar sem miðvörður og er talinn einn besti varnarmaður sinnar kynslóðar. Ramos er sterkur í loftinu og hraður og tekur vítaspyrnur fyrir félagslið og landslið. Hann varð leikjahæsti landsliðsmaður Evrópu í nóvember 2020 þegar hann fór fram úr Gianluigi Buffon í leik þar sem hann klúðraði tveimur vítaspyrnum.
Eftir að hafa alist upp hjá heimaliðinu Sevilla FC og átt eitt tímabil með aðalliðinu fór Ramos til Real árið 2005 og spilaði þar þangað til 2021. Hann vann 22 titla með félaginu, þar á meðal: 5 í La Liga og 4 í Meistaradeild Evrópu. Um sumarið hélt hann til PSG.
Ramos er leikjahæsti leikmaður spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu og hefur unnið flesta leiki með liðinu. Hann er sá 8. leikjahæsti í La Liga. Hann spilaði sinn síðasta leik í desember 2021 fyrir landsliðið en gaf það út að hann væri hættur í byrjun árs 2023. Hann var ekki valinn á HM 2022.
Ramos þykir harður í horn að taka og hefur verið gagnrýndur fyrir grófan leik; hann hefur fengið flest rauð spjöld í Meistaradeildinni, 4 (ásamt Zlatan Ibrahimović og Edgar Davids). Hann hefur fengið nær 200 gul spjöld og 21 rauð spjöld í La Liga, hvort tveggja met.