Seglið
Útlit
Seglið (latína: Vela) er stjörnumerki á suðurhimni. Það inniheldur reginþyrpingu í um 870 milljón ljósára fjarlægð. Í fornöld var Seglið hluti af stjörnumerkinu Argóarfarinu (Argo Navis) sem franski stjörnufræðingurinn Nicolas Louis de Lacaille skipti í þrennt árið 1752: Seglið, Skutinn og Kjölinn. Bjartasta stjarna stjörnumerkisins er fjölstirnið Gamma Velorum.