[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Saga Japans

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Saga Japans

Orðalisti

Japanskt samfélag grundvallaðist á rótgróinni menningu og siðvenjum en Bandaríkin voru nýtt þjóðfélag þar sem landnemar víða að úr heiminum voru að festa rætur. Á þessum tíma, þegar nýlendukapphlaup Evrópuríkja stóð sem hæst, var Japan eina Asíuríkið sem stóðst vestrænum löndum snúning. Vestræn áhríf jukust mjög mikið í Japan á síðari hluta 19. aldar. Bandaríkjamenn þvinguðu Japana til þess að opna hafnir sínar fyrir erlendum kauðmönnum árið 1854. Þrátt fyrir að Japan væri einangrað land voru ýmsar hliðstæður í samfélagsþróun Japan og Evrópu. Lénskerfið hafði t.d lengi verið ríkjandi í landinu. Samúræjar voru hinir japönsku lénsriddarar og tóku þátt í byltingu gegn herstjórninni, sem lengi hafði farið með völdin, árið 1868. Þá urðu tímamót í sögu Japan og á næstu áratugum hófst víðtæk iðnaðaruppbygging og nútímavæðing. Landið varð fljótt iðnríki að evrópskri fyrirmynd. Japanir leituðu ráða hjá Evrópumönnum og undir aldarlok störfuðu um 3000 evrópskir ráðgjafar í Japan. Frakkar veitu ráðgjöf um lagasetningu og uppbyggingu iðnaðar en járnbrautalagning, viðskiptamál og uppbygging flotans var undir breskra handleiðslu. Japanski herinn var mótaður eftir prússneskri og franskri fyrirmynd. Japanir tóku líka upp vestræna siði, klæðaburð og hártísku. Evrópskra áhrifa gætti líka í japanskri byggingarlist.

Staða Japan var mjög sterk á alþóðavettvangi og í átökum við Kínverja á árunum 1894 til 1895 höfðu þeir sigur og stuttu síðar, eða árið 1905, sigruðu þeir Rússa. Sá sigur varð mörgum Evrópuþjóðum undrunarefni og sýndi fram á styrkleika japanska ríkisins.