Marrakess
Útlit
Marrakess eða Marrakesh er borg í Marokkó. Borgin er fjórða stærsta borg landsins á eftir Casablanca, Fes og Tangier. búar voru um 930.000 árið 2014.
Marrakess er höfuðborg héraðsins Marrakesh-Safi. Marrakess liggur við rætur Atlasfjalla, 580 km suðvestur af Tangier, 327 km suðvestur af höfuðborginni Rabat, 239 km suður af Casablanca og 246 km norðaustan við Agadir.