[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Ljósafossstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ljósafossstöð
Virkjað vatnsfall 15 MW
Fallhæð 17 m
Vatnasvið 1000 km2
Fjöldi hverfla 3
Tegund hverfla Francis

Ljósafosstöð er elsta vatnsaflstöðin við Sogið og liggur við útfall árinnar úr Úlfljótsvatni nokkur hundruð metrum ofan við Írafossstöð.

Sogsstöðvar eru þrjár talsins og sú nýjasta er Steingrímsstöð sem hóf rekstur 1959. Reykvíkingar byggðu Ljósafossstöð til að afla rafmagns til borgarinnar og hófst rekstur hennar árið 1937. Stöðin var stækkuð 1944 og eru í henni 3 vélasamstæður samtals 15,3 MW að afli. Stöðin tilheyrði Sogsvirkjun sem var helmingafélag Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins og var lagt inn í Landsvirkjun við stofnun þess fyrirtækis 1965. Landsvirkjun á og rekur Ljósafossstöð og endurbætti hana verulega á árunum 1996 til 2000.[1]

Ljósafossstöð. Stöðvarhúsið séð frá bílaplani. Í bakgrunni má sjá stíflumannvirki og gamla farveginn.

Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði stöðina í fúnkisstíl en framan á stöðvarhúsinu er lágmynd eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara sem heitir Ljósberinn.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Landsvirkjun - Ljósafosstöð“. mars 2020.
  2. „Landsvirkjun - Bæklingur um Sogsstöðvar“ (PDF). júlí 2007.