[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Írafossstöð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Írafossstöð var önnur virkjunin sem reist var í Soginu og tók hún til starfa 1953.

Stöðin virkjar fall tveggja neðri fossana í Soginu, Írafoss og Kistufoss, og fallhæðin er 38 metrar.

Inntaksmannvirki eru á austurbakka árinnar og fer vatnið þaðan um brött fallgöng að stöðvarhúsi neðanjarðar en frá því liggja hallalítil frárennslisgöng undir árfarveginn, sem liggur í sveig neðan við stífluna, og opnast þau á vesturbakka árinnar neðan við Kistufoss. Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1953 með tveimur 15,5 MW vélasamstæðum en stöðin var síðan stækkuð með einni vél til viðbótar.