[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Kría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kría
Kríur á bryggjupolla
Kríur á bryggjupolla
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Þernur (Sternidae)
Ættkvísl: Sterna
Tegund:
Sterna paradisaea

Pontoppidan (1763)
Varpstöðvar sýndar með rauðum lit, veturseta með bláum og farleiðir með grænum.
Varpstöðvar sýndar með rauðum lit, veturseta með bláum og farleiðir með grænum.
Við Markarfljót. Í vígahug til að verja varp.
Sterna paradisaea

Kría (fræðiheiti: Sterna paradisaea) er fugl af ætt þerna. Hún er farfugl á Íslandi og verpir hér og annars staðar á norðurslóðum. Krían er sá farfugl á Íslandi sem lengst ferðast frá landinu þegar hún fer í burtu. Krían er hvít á kviði og stéli og undir væng, grá á baki og ofan á vængjum og hefur svartan koll og svarta vængbrodda. Hún hefur rauða fætur og rautt nef á sumrin en svart á veturna og eimir stundum eftir af svörtum nefbroddi snemma sumars. Kría er um 38 sentimetrar á lengd. Krían lifir aðalega á sílum og öðrum smáfiski. Krían verpir 1-3 eggjum og er 16 daga að unga þeim út. Ungarnir eru fleygir á 3-4 vikum.

Krían hefur verið friðuð tegund á Íslandi síðan 1882. Hrun í sandsílastofninum sem má trúlega rekja til loftslagsbreytinga hefur haft afar neikvæð áhrif á afkomu kríunnar á Íslandi. Varpárangur kríunnar hefur verið mjög lélegur frá og með 2005. Krían var ekki metin í hættu við byrjun 20. aldar en á nýjasta válista Náttúrufræðistofnunarinnar frá árinu 2018 er krían nú metin í nokkurri hættu.

Hæsti aldur sem vitað er með vissu til að fugl af þessari tegund hafi náð er 34 ár.[1]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2021. Sótt 26. mars 2021.