Giovanni Leone
Útlit
Giovanni Leone (3. nóvember 1908 – 9. nóvember 2001) var ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Ítalíu í tveimur skammlífum „sumarstjórnum“ á 7. áratugnum og forseti Ítalíu frá 1971 til 1978. Hann var frá Napólí og faðir hans var einn af stofnendum kristilega demókrataflokksins. Hann varð forsætisráðherra 1963 og 1968 í ríkisstjórnum sem höfðu það eina hlutverk að bera fram fjárlög næsta árs. 1976 var hann kosinn forseti en neyddist til að segja af sér í kjölfar Lockheed-hneykslisins sex árum síðar þar sem líklegt þótti að hann hefði þegið mútur til að taka Lockheed fram yfir keppinautana í kaupum á herflugvélum fyrir ítalska herinn. Þessar ásakanir voru þó aldrei sannaðar.
Fyrirrennari: Amintore Fanfani |
|
Eftirmaður: Aldo Moro | |||
Fyrirrennari: Aldo Moro |
|
Eftirmaður: Mariano Rumor | |||
Fyrirrennari: Giuseppe Saragat |
|
Eftirmaður: Sandro Pertini |