[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Astmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd af því hvernig bólga þrengir öndunarfærin.

Astmi (eða asmi) er langvinnur bólgusjúkdómur í lungunum. Þessi sjúkdómur er algengur, einkennin eru mæði, hvæsandi hljóð við öndun, þyngsli fyrir brjósti, og hósti. Einkennin geta komið fram nokkrum sinnum á dag eða nokkrum sinnum á viku. Sumir fá astmakast við það að hreyfa sig mikið eða á nóttunni. Í astma kemur bólga í öndunarfærin sem veldur þrengslum í lungnapípunum, slímmyndun, og krampa í berkjum.[1]

Astmi er talinn orsakast af blöndu erfðaþátta og umhverfisþátta.[2] Umhverfisþættirnir geta verið loftmengun og ofnæmisvakar líkt og dýr og frjókorn. Astmi getur líka komið fram vegna lyfja á við aspirín og beta-blokkera.[3]

Það er ekki til lækning við astma, en hægt er að halda sjúkdómnum í skefjum með að forðast ofnæmisvalda og með því að nota innöndunarlyf með kortíkósteróíðum, það er steralyf og dregur því úr bólgu. Það að auki er hægt að nota langvinna beta-hvata og leukotríen-hemla ef sterarnir ná ekki að halda einkennunum í skefjum. Til að stöðva slæmt astmakast eru notaðir skammvinnir beta-2 hvatar (salbútamol) og kortíkósteróíðar. Mjög slæm astmaköst geta krafist innlagnar á spítala.[3][4]

Astmi kemur vanalega fram í æsku. Árið 2015 létust 400.000 manns úr astma.[5] Í heiminum öllum eru tæp 400 milljón manns með astma (2015).[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Asthma Fact sheet №307“. WHO. nóvember 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2011. Sótt 3. mars 2016.
  2. Martinez F. D. (2007). „Genes, environments, development and asthma: a reappraisal“. European Respiratory Journal. 29 (1): 179–84. doi:10.1183/09031936.00087906. PMID 17197483.
  3. 3,0 3,1 National Asthma Education and Prevention Program (2007). "Expert Panel Report 3: Guidelines for the Diagnosis and Management of Asthma". National Heart Lung and Blood Institute.
  4. Scott J. P., Peters-Golden M. (september 2013). „Antileukotriene agents for the treatment of lung disease“. Am. J. Respir. Crit. Care Med. 188 (5): 538–544. doi:10.1164/rccm.201301-0023PP. PMID 23822826.
  5. GBD 2015 Mortality and Causes of Death, Collaborators. (8. október 2016). "Global, regional, and national life expectancy, all-cause mortality, and cause-specific mortality for 249 causes of death, 1980–2015: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2015". Lancet. 388 (10053): 1459–1544. doi:10.1016/S0140-6736(16)31012-1. PMC 5388903. PMID 27733281.
  6. Global Burden of Disease Study 2013, Collaborators (22. ágúst 2015). „Global, regional, and national incidence, prevalence, and years lived with disability for 301 acute and chronic diseases and injuries in 188 countries, 1990–2013: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2013“. Lancet. 386 (9995): 743–800. doi:10.1016/s0140-6736(15)60692-4. PMC 4561509. PMID 26063472.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.