1648
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1648 (MDCXLVIII í rómverskum tölum) var 48. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 30. janúar - Sjálfstæði Hollands var viðurkennt með friðarsamningum í Münster sem bundu enda á Áttatíu ára stríðið.
- 21. apríl - Snjór var í mitti á sléttlendi á Suðvesturlandi, segir í Setbergsannál.
- Ágúst - Franska borgarastyrjöldin (La Fronde) braust út þegar Mazarin kardináli lét handtaka leiðtoga Parísarþingsins.
- 24. október - Þrjátíu ára stríðið endaði með undirritun friðarsamninga í Münster í Vestfalíu. Samningarnir fólu meðal annars í sér viðurkenningu á sjálfstæði Sviss.
- 23. nóvember - Krýning Friðriks 3. fór fram í Danmörku.
- 6. desember - Enska borgarastyrjöldin: Hreinsun Prides fór fram á þingmönnum Langa þingsins og Afgangsþingið tók við.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Veturinn var nefndur Glerungsvetur á Íslandi.
- Bæjarbruni varð á Stórólfshvoli hjá ekkju Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns, og er í gömlum annálum sagt, að meiri gersemar og verðmæti muni naumast hafa eyðilagst í eldsvoða á Íslandi fram til þess tíma, þ.á m. voru handrit merk, skjöl og mikill bókakostur, dýrmætir skartgripir og aðrir fjármunir. Ekkjan, Katrín ríka Erlendsdóttir, bjargaðist naumlega út með börnum sínum.
- Henrik Bjelke var gerður að höfuðsmanni á Íslandi og sleginn til riddara síðar sama ár.
- Jakob hertogi af York flúði frá Englandi til Haag.
- Holsteinski stærðfræðingurinn Nicolaus Mercator hóf störf við Kaupmannahafnarháskóla.
- Portúgalir tóku Lúanda aftur af Hollendingum og gerðu að stjórnsýslumiðstöð.
- Rabbíinn Sabbatai Zevi í Smyrnu lýsti því yfir að hann væri messías.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 26. apríl - Pétur 2. konungur Portúgals (d. 1712).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 28. febrúar - Kristján 4. konungur Íslands og Danmerkur.
- 12. mars - Tirso de Molina, spænskt leikskáld (f. um 1571).
- 17. maí - Peter Melander hershöfðingi í her keisarans (f. 1585).
- 20. maí - Vladislás 4. Vasa konungur Póllands (f. 1595).
- 27. júní - Arngrímur Jónsson lærði (f. 1568) prestur á Mel í Miðfirði.
- 1. september - Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (f. 1588).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Sveinn „skotti“ Axlar-Bjarnarson (f. um 1590) hengdur í Rauðuskörðum á Barðaströnd, fyrir „landhlaup“ og tilraun til nauðgunar.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.