[go: up one dir, main page]

Fara í innihald

Útvistun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Útvistun er hugtak í viðskiptum sem á við um það þegar fyrirtæki ákveður að semja við undirverktaka um að taka að sér hluta af framleiðslu fyrirtækisins eða þjónustu, sem fyrirtækið sá áður um sjálft. Dæmi um útvistun er fyrirtæki, sem hannar og framleiðir íþróttaskó, sem semur við þrjá mismunandi undirverktaka, þar sem einn framleiðir skóna, annar skóreimarnar og hinn þriðji skókassana, undir vörumerki fyrirtækisins, sem selur vöruna. Útvistun er yfirleitt ætlað að lækka framleiðslukostnað fyrirtækja með því að láta öðru fyrirtæki sem býr yfir meiri sérhæfingu, þekkingu, eða hefur betri aðgang að ódýru menntuðu starfsfólki, eftir framleiðsluna. Útvistun milli landa er drifin áfram af tilhneigingu fyrirtækja í ríkum iðnvæddum löndum til að flytja störf sem gefa minna af sér út til fátækari ríkja, en halda eftir störfum sem gefa meira af sér.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.