Gó
Útlit
Gó er borðspil sem tveir spila. Það er kallað wéiqí á kínversku (hefðbundin kínverska: 圍棋; einfölduð kínverska: 围棋), igo (囲碁) eða go (碁) á japönsku, og baduk á kóresku (hangúl: 바둑). Spilið á uppruna sinn í Kína löngu áður en elstu ritheimildir á 5. öld f.Kr. geta þess. Það er vinsælast í Austur-Asíu, en hefur á síðari árum notið nokkurra vinsælda annars staðar líka. Gó er þekkt fyrir að vera taktískt flókið spil þrátt fyrir einfaldar reglur.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist gó.